Fjöldi farþega Icelandair í ágúst nam 523 þúsund og fækkaði þeim um 1% miðað við ágúst á síðasta ári.  Framboðnir sætiskílómetrar (ASK) jukust um 3%, en framboðnum sætum fækkaði um 3% á milli ára.  Skýrist munurinn af því að með auknu framboði til N-Ameríku hefur meðalfluglengd í km. aukist milli ára, eða sem nemur 6%.  Sætanýting var 86,0% samanborið við við 87,9% í ágúst á síðasta ári. Í ágúst er sama þróun og undanfarna mánuði. Sala á áfangastaði í N-Ameríku hefur ekki fylgt framboðsaukningunni eftir á meðan að sala til Evrópu hefur verið mjög góð.  Til samanburðar þá var sætanýting á leiðum Icelandair í Evrópu 90,8% og jókst um 5,8 prósentustig á milli ára á meðan að sætanýting á leiðum félagsins til N-Ameríku var 83,1% og lækkaði um 6,7 prósentustig á milli ára.  Fjöldi farþega á heimamarkaðinum frá Íslandi og  ferðamannamarkaðinum til Íslands jókst á milli ára, en dróst saman á N-Atlantshafsmarkaðinum.

Farþegar Air Iceland Connect voru tæplega 33 þúsund og fækkaði um 15% á milli ára. Um miðjan maí í ár hætti félagið flugi til Belfast og Aberdeen og einnig á milli Keflavíkur og Akureyrar og skýrir það fækkunina milli ára. Sætanýting nam 70,8% og lækkaði um 1,5 prósentustig á milli ára. Fjöldi seldra blokktíma í leiguflugi jókst um 20% á milli ára.  Fraktflutningar drógust saman um 6% á milli ára.  Framboðnum gistinóttum hjá hótelum félagsins fjölgaði um 14% á milli ára. Herbergjanýting var 89,9% samanborið við 88,6% í ágúst 2017.

ICELANDAIRÁGÚ 18ÁGÚ 17BR. (%)ÁTÞ 18ÁTÞ 17BR. (%)
Fjöldi farþega522.925528.885-1%2.818.1102.826.4500%
Sætanýting86,0%87,9%-1,9 %-stig81,3%83,8%-2,6 %-stig
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000)1.952,71.895,73%10.962,810.456,25%
Seldir sætiskm. (RPK'000,000)1.678,41.665,41%8.909,08.766,32%
Meðal flugleið (KM)3.2713.0936%3.1893.0604%
       
AIR ICELAND CONNECTÁGÚ 18ÁGÚ 17BR. (%)ÁTÞ 18ÁTÞ 17BR. (%)
Fjöldi farþega32.93438.955-15%220.922236.033-6%
Sætanýting70,8%72,3%-1,5 %-stig64,9%67,5%-2,6 %-stig
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000)20,327,2-25%132,2144,7-9%
       
LEIGUFLUGÁGÚ 18ÁGÚ 17BR. (%)ÁTÞ 18ÁTÞ 17BR. (%)
Flugvélanýting90,9%100,0%-9,1 %-stig93,1%97,1%-4,0 %-stig
Seldir blokktímar2.9402.44220%23.29317.59432%
       
FRAKTFLUTNINGARÁGÚ 18ÁGÚ 17BR. (%)ÁTÞ 18ÁTÞ 17BR. (%)
Seldir tonnkm. (FTK´000)10.29111.004-6%81.21576.0087%
       
HÓTELÁGÚ 18ÁGÚ 17BR. (%)ÁTÞ 18ÁTÞ 17BR. (%)
Framboðnar gistinætur44.14938.78614%275.128260.8665%
Seldar gistinætur39.68734.36815%219.502212.6713%
Herbergjanýting89,9%88,6%1,3 %-stig79,8%81,5%-1,7 %-stig

Nánari upplýsingar veita:

Bogi Nils Bogason starfandi forstjóri Icelandair Group s: 665-8801
Íris Hulda Þórisdóttir forstöðumaður fjárfestatengsla Icelandair Group s: 840-7010

Viðhengi