Í nótt lenti Boeing 737-800 flugvél með skráningarnúmerið P2-PXE í sjónum í nágrenni við Chuuk flugvöll í Míkrónesíu. Vélin er á leigu hjá Loftleiðum-Icelandic, dótturfélagi Icelandair Group, en er framleigð til flugfélagsins Air Niuigini. Atvikið átti sér stað í flugi PX073 með Air Niugini frá Pohnpei til Chuuk. Í vélinni voru 35 farþegar og 12 áhafnarmeðlimir og komust þeir allir frá borði heilir á húfi samkvæmt nýjustu upplýsingum.

Öllu öðru framar er hugur okkar hjá farþegum og áhafnarmeðlimum vélarinnar á þessari stundu ásamt fjölskyldumeðlimum þeirra. Loftleiðir-Icelandic munu veita alla aðstoð sem Air Niugini þarf á að halda vegna atviksins. Þrátt fyrir að um alvarlegan atburð sé að ræða, gerir félagið ekki ráð fyrir að Loftleiðir-Icelandic muni verða fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni vegna atviksins.

Frekari upplýsingar veita

Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair Group, sími: 5050371
Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Icelandair Group, sími: 5050371