Source: Tryggingamiðstöðin hf.

Niðurstöður hluthafafundar í Tryggingamiðstöðinni hf. 25. október 2018.

Á hluthafafundi í Tryggingamiðstöðinni hf. í dag, 25. október 2018, voru samþykktar tillögur um breytingar á samþykktum félagsins, starfsreglur fyrir tilnefningarnefnd félagsins og þóknun til þeirra sem sitja í tilnefningarnefndinni fram að aðalfundi félagsins 2019.

Á fundinum voru kjörnar til setu í tilnefningarnefnd fram að aðalfundi félagsins 2019:

Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins, og
Jakobína H. Árnadóttir, sviðsstjóri hjá Capacent ehf.,

Þá ákvað stjórn TM á fundi sínum í dag að tilnefna Örvar Kærnested, formann stjórnar, til setu í nefndinni til aðalfundar 2019.

Nánar um niðurstöður hluthafafundarins vísast til viðhengis sem fylgir tilkynningu þessari.

Viðhengi