• Heildartekjur námu 545,2 milljónum USD og jukust um 2% milli ára.
  • EBITDA nam 115,0 milljónum USD samanborið við 155,9 milljónir USD á síðasta ári.
  • Lækkun farþegatekna á milli ára ásamt háu eldsneytisverði skýra lakari afkomu en á síðasta ári. 
  • Eiginfjárhlutfall var 36% í lok september.
  • Nettó vaxtaberandi skuldir nema 222,2 milljónum USD í lok september.
  • Handbært fé og markaðsverðbréf nema 184,0 milljónum USD.
  • EBITDA spá 80-90 milljónir USD.

 

Bogi Nils Bogason starfandi forstjóri:

„Afkoma þriðja ársfjórðungs lækkar milli ára en er í samræmi við afkomuspá sem gefin var út í lok ágúst.  EBITDA nam alls 115 milljónum USD, 41 milljón USD lægri en á þriðja ársfjórðungi 2017. Hækkun olíuverðs, lág meðalfargjöld og lakari sætanýting eru helstu skýringar á verri afkomu.

Gripið hefur verið til fjölmargra aðgerða til að bæta samkeppnishæfni félagsins og vega upp á móti kostnaðarhækkunum, ekki síst vegna hækkunar á eldsneytisverði.  Í maí 2019 hefst flug í nýjum tengibanka á Íslandi meðfram núverandi tengibanka leiðakerfisins með það að markmiði að skapa félaginu ný tækifæri til vaxtar, bæta þjónustu við farþega og auka sveigjanleika. Misvægi í sætaframboði milli N-Ameríku og Evrópu hefur verið leiðrétt í flugáætlun næsta árs.  Sölu- og markaðsstarf félagsins hefur verið endurskipulagt. Áhersla er lögð á að styrkja tekjustýringu félagsins og er innleiðing á nýju tekjustýringarkerfi vel á veg komin. Sjálfvirknivæðing ferla, notkun stafrænna lausna ásamt eflingu viðbótartekna er í forgangi.  Þá er betri nýting starfsfólks og allra rekstrarþátta lykilatriði í framtíðarekstri félagsins.

Verkefni okkar er skýrt, það snýst um að bæta rekstrarafkomu félagsins á heilsársgrunni. Þar eru fjölmörg tækifæri til staðar bæði hvað varðar tekjur og gjöld.  Við erum sannfærð um að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til og framundan eru muni skila sér í bættri afkomu Icelandair Group til framtíðar.“


Frekari upplýsingar veitir:

Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair Group, sími: 5050-100

 

Viðhengi