Icelandair Group hefur skriflegt ferli með skuldabréfaeigendum


Vísað er til tilkynningar Icelandair Group frá 3. október 2018 varðandi möguleg brot á fjárhagslegum skilyrðum sem fram koma í greinum 12 (b) og 12 (c) í skilmálum útgefinna skuldabréfa félagsins að fjárhæð USD 190 milljónir með auðkenni ISIN NO0010776982.

Samkvæmt uppgjöri þriðja ársfjórðungs félagsins sem birt var í dag, og líkt og þegar hefur verið greint frá,  hefur verið staðfest að ofangreind fjárhagsleg skilyrði eru ekki uppfyllt. Félagið hefur átt í góðum viðræðum við skuldabréfaeigendur undanfarið í tengslum við langtímalausn vegna málsins. Í dag hefur félagið gefið umboðsmanni skuldabréfaeigenda, Nordic Trustee & Agency AB, fyrirmæli um að hefja skriflegt ferli (e. Written Procedure) þar sem óskað verður eftir formlegri undanþágu frá ofangreindum fjárhagslegum skilyrðum skuldabréfanna til 30. nóvember nk. í því skyni að meiri tími verði til stefnu til að finna langtímalausn vegna málsins. Málsmeðferð þessi byggir á 18. gr. skuldabréfanna. Hin tímabundna undanþága nýtur nú þegar stuðnings meirihluta eigenda skuldabréfanna.

DNB Markets starfar sem fjárhagslegur ráðgjafi Icelandair Group vegna málsins.


Frekari upplýsingar veita:

Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri
bogi@icelandairgroup.is

DNB Markets
+47 24169030 / bond.syndicate@dnb.no