Flutningatölur október 2018


Fjöldi farþega Icelandair í október nam 353 þúsund og fjölgaði þeim um 10% miðað við október á síðasta ári.  Framboðnir sætiskílómetrar (ASK) jukust um 18%. Sætanýting var 80,9% samanborið við við 83,4% í október á síðasta ári. Framboðin sæti voru aukin um 10% á milli ára. Sætanýting á leiðum Icelandair í Evrópu var 86,4% og jókst um 2,5 prósentustig á milli ára.  Sætanýting á leiðum félagsins til N-Ameríku var 77,8% og lækkaði um 5,0 prósentustig á milli ára. 

Farþegar Air Iceland Connect voru um 28 þúsund og fækkaði um 10% á milli ára. Um miðjan maí í ár hætti félagið flugi til Belfast og Aberdeen og einnig á milli Keflavíkur og Akureyrar og skýrir það fækkunina milli ára. Sætanýting nam 69,2% og jókst um 5,9 prósentustig á milli ára. Fjöldi seldra blokktíma í leiguflugi jókst um 18% á milli ára.  Fraktflutningar jukust um 4% á milli ára.  Framboðnum gistinóttum hjá hótelum félagsins fjölgaði um 21% á milli ára. Herbergjanýting var 85,1% samanborið við 86,3% í október 2017.

ICELANDAIROKT 18OKT 17BR. (%)ÁTÞ 18ÁTÞ 17BR. (%)
Fjöldi farþega352.787320.74510%3.597.9973.568.5541%
Sætanýting80,9%83,4%-2,5 ppt81,2%83,5%-2,3 ppt
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000)1.403,41.191,318%14.069,113.298,76%
Seldir sætiskm. (RPK'000,000)1.134,7993,314%11.423,811.098,93%
Meðal flugleið (KM)3.2993.0937%3.2103.0734%
       
AIR ICELAND CONNECTOKT 18OKT 17BR. (%)ÁTÞ 18ÁTÞ 17BR. (%)
Fjöldi farþega27.98330.925-10%277.580300.800-8%
Sætanýting69,2%63,3%5,9 ppt65,8%67,4%-1,6 ppt
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000)12,718,5-31%160,3183,9-13%
       
LEIGUFLUGOKT 18OKT 17BR. (%)ÁTÞ 18ÁTÞ 17BR. (%)
Flugvélanýting90,9%100,0%-9,1 ppt92,7%97,6%-4,9 ppt
Seldir blokktímar2.6272.22018%28.63922.12329%
       
FRAKTFLUTNINGAROKT 18OKT 17BR. (%)ÁTÞ 18ÁTÞ 17BR. (%)
Seldir tonnkm. (FTK´000)10.99510.5344%103.44196.8457%
       
HÓTELOKT 18OKT 17BR. (%)ÁTÞ 18ÁTÞ 17BR. (%)
Framboðnar gistinætur33.51627.77621%342.236316.6028%
Seldar gistinætur28.53323.96019%279.517262.0347%
Herbergjanýting85,1%86,3%-1,1 ppt81,7%82,8%-1,1 ppt

Nánari upplýsingar veita:

Bogi Nils Bogason starfandi forstjóri Icelandair Group
bogi@icelandairgroup.is

Íris Hulda Þórisdóttir forstöðumaður fjárfestatengsla Icelandair Group
iris@icelandairgroup.is