Icelandair Group hf.: Boðað til fundar eigenda skuldabréfa í skuldabréfaflokknum ICEAIR 15 1


Að beiðni útgefanda er boðað til fundar eigenda skuldabréfa í skuldabréfaflokknum ICEAIR 15 1, sem eru auðkennd ISIN IS0000025427, þann 15. nóvember 2018, kl. 16:30 á Icelandair Hótel Reykjavík Natura.

Á dagskrá fundarins er tillaga um skilmálabreytingu sem felur í sér frest til 30. nóvember 2018 til að uppfylla fjárhagslega skilmála útgáfulýsingar skuldabréfaflokksins. Samkvæmt útgáfulýsingu skuldabréfaflokksins myndast gjaldfellingarheimild við brot á fjárhagslegum skilmálum og sérstökum skilmálum. Gjaldfellingarheimildin er svohljóðandi: „Við brot á fjárhagslegum skilmálum og sérstökum skilmálum skuldabréfaflokks þessa myndast gjaldfellingarheimild.“

Lagt er til að gjaldfellingarheimildinni verði breytt og hún verði svohljóðandi:
„Við brot á fjárhagslegum skilmálum og sérstökum skilmálum skuldabréfaflokks þessa myndast gjaldfellingarheimild. Gjaldfellingarheimild vegna stöðu fjárhagslegra skilmála þann 30. september 2018, sem varða hámarksskuldsetningu og hámarksskuldsetningu II, skal myndast 30. nóvember 2018 hafi fjárhagslegum skilmálum ekki verið fullnægt fyrir þann tíma.“ 

Atkvæðisréttur skuldabréfaeigenda á fundinum miðast við stöðu þann dag sem fundarboðið er birt, þ.e. þann 7. nóvember 2018. Samþykki aukins meirihluta skuldabréfaeiganda (85%) miðað við fjárhæð, við skilmálabreytingu auk þess sem samþykki útgefanda er nauðsynlegt til að breyta skilmálum skuldabréfaflokksins. Í samræmi við skilmála útgáfulýsingar skuldabréfaflokksins um upplýsingaskyldu þá mun útgefandi tilkynna rafrænt í gegnum fréttakerfi NASDAQ á Íslandi um allar samþykktar breytingar á skilmálum skuldabréfaflokksins.

Skráning fundargesta, afhending atkvæðisseðla og fundargagna verður á fundarstað frá kl. 16:15 á fundardegi.

Frekari upplýsingar veitir:
Bogi Nils Bogason starfandi forstjóri Icelandair Group
bogi@icelandairgroup.is
Sími +354 5050300