Kvika stækkar útgáfu víkjandi skuldabréfs í flokknum KVB 18 02

Reykjavík, ICELAND


Kvika hefur stækkað útgáfu á víkjandi skuldabréfi í flokknum KVB 18 02 um 200 milljónir króna að nafnvirði og er stærð flokksins 800 milljónir króna eftir stækkun. 

Skuldabréfin bera 7,5% árlega verðtryggða vexti til og með 8. maí 2028. Skuldabréfin eru innkallanleg af útgefanda á hverjum vaxtagjalddaga frá og með 8. maí 2023.

Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta í kauphöll Nasdaq Iceland innan fjögurra vikna.

Nánari upplýsingar veitir Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku í síma 540 3200.