Breytingar á viðskiptavakt

Kvika banki hf. hefur sagt upp samningi sínum við Icelandair Group um viðskiptavakt og mun bankinn hætta viðskiptavakt með hlutabréf Icelandair Group hf. frá og með 23. nóvember nk. Viðskiptavakt Íslandsbanka og Landsbankans heldur áfram óbreytt.

Frekari upplýsingar veita:

Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri
bogi@icelandairgroup.is
+354 5050300