Vísað er til fyrri tilkynninga Icelandair Group um að skuldabréfaeigendur félagsins hafa tímabundið veitt undanþágu frá fjárhagslegum skilyrðum sem fram koma í greinum 12 (b) og 12 (c) í óveðtryggðum skuldabréfum ISIN NO0010776982 að fjárhæð 190 milljónir USD í því skyni að aðilar myndu komast að sameiginlegri langtímalausn eigi síðar en 30. nóvember 2018.

Hin tímabundna undanþága fellur úr gildi þann 30. nóvember 2018 og hefur Icelandair Group hafið undirbúning að skriflegu ferli með skuldabréfaeigendum og mun á mánudaginn gefa fyrirmæli til umboðsaðila skuldabréfanna, Nordic Trustee & Agency AB, um að hefja skriflegt ferli (e. written procedure) með skuldabréfaeigendum þar sem óskað er eftir að greidd verði atkvæði um tillögu að langtímalausn.

Fyrirmæli er varða hið skriflega ferli verða send út í gegnum umboðsaðila skuldabréfanna í samræmi við skilmála þar um. Í tillögunni er m.a. gert ráð fyrir að eftirfarandi komi fram.

  • Útgefandi mun fyrirframgreiða 1/3 af eftirstöðvum skuldabréfanna eigi síðar en 15. janúar 2019 á verði sem nemur 100,50% af höfuðstól skuldabréfsins.  
  • Útgefandi hefur heimild til að greiða upp eftirstöðvar skuldabréfsins á tímabilinu frá 1. febrúar 2019 til og með 31. desember 2019 á eftirfarandi kjörum:
    1. 100,50% ef greiðslan er innt af hendi á tímabilinu 1. febrúar 2019 til og með 31. mars 2019.
    2. 101,00% ef greiðslan er innt af hendi á tímabilinu frá 1. apríl 2019 til og með 31. desember 2019.
  • Hver og einn skuldabréfaeigandi mun, á tímabilinu frá 30. júní 2019 til og með 15. júlí 2019, hafa heimild til að krefjast uppgreiðslu skuldabréfsins á virði sem nemur 102.00% af höfuðstóls bréfanna.
  • Fjárhæð í grein 12 (d) skal verða 100.000.000 USD eða útistandi fjárhæð skuldabréfanna, hvort sem er lægra.
  • Veitt verði undanþága frá fjárhagslegum skilyrðum í greinum 12 (b) og 12 (c) frá 30. september 2018 til og með 30. júní 2019.
  • Útgefandi mun ekki greiða arð til hluthafa sinna á því tímabili sem veitt er undanþága frá fjárhagslegum skilyrðum.

Fyrirmæli um hið skriflega ferli verða aðgengileg á heimasíðu útgefanda (www.icelandairgroup.is) og á heimasíðu Stamdata (www.stamdata.com).

DNB Markets starfar sem fjárhagslegur ráðgjafi Icelandair Group vegna málsins.


Frekari upplýsingar:

Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri
Sími: 5050300
E-mail: bogi@icelandairgroup.is

DNB Markets
+47 46907424 / bond.syndicate@dnb.no