Í samræmi við það sem fram kom í áður auglýstu fundarboði leggur stjórn Eikar fasteignafélags hf. til við hluthafafund 12. desember 2018 að setja á stofn tilnefningarnefnd í félaginu. Hluthöfum félagsins stendur til boða að tilnefna einstaklinga í tilnefningarnefndina á þar til gerðum eyðublöðum sem er að finna á vefsíðu félagins www.eik.is/fjarfestar/hluthafar. Framboðsfrestur rennur út kl. 10.00 föstudaginn 7. desember 2018.

Í tilnefningarnefnd sitja þrír nefndarmenn og eru tveir þeirra kosnir á hluthafafundi félagsins og einn tilnefndur af stjórn. Skulu allir nefndarmenn óháðir félaginu og stjórnendum þess. Hlutverk nefndarinnar er að vera ráðgefandi við kjör stjórnar félagsins með það að markmiði að skapa hluthöfum forsendur fyrir upplýstri ákvörðunartöku við kjör stjórnar.

Framboð óskast send á netfangið stjornun@eik.is