Fjöldi farþega Icelandair í nóvember nam 280 þúsund og fjölgaði þeim um 12% miðað við nóvember á síðasta ári.  Framboðnir sætiskílómetrar (ASK) jukust um 13%. Sætanýting var 79,8% og jókst um 1,8 prósentustig á milli ára.

Farþegar Air Iceland Connect voru um 22 þúsund og fækkaði um 16% á milli ára. Um miðjan maí í ár hætti félagið flugi til Belfast og Aberdeen og einnig á milli Keflavíkur og Akureyrar og skýrir það fækkunina milli ára. Sætanýting nam 65,2% og jókst um 6,5 prósentustig á milli ára. Fjöldi seldra blokktíma í leiguflugi dróst saman um 2% á milli ára.  Fraktflutningar jukust um 12% á milli ára.  Framboðnum gistinóttum hjá hótelum félagsins fjölgaði um 20% á milli ára. Herbergjanýting var 76,7% samanborið við 75,5% í nóvember 2017.

ICELANDAIRNÓV 18NÓV 17BR. (%)ÁTÞ 18ÁTÞ 17BR. (%)
Fjöldi farþega280.037249.16012%3.878.0343.817.7142%
Sætanýting79,8%78,1%1,8 %-stig81,1%83,1%-2,0 %-stig
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000)1.135,61.000,613%15.204,714.299,36%
Seldir sætiskm. (RPK'000,000)906,6781,116%12.330,511.880,04%
Meðal flugleið (KM)3.2383.0935%3.2123.0744%
       
AIR ICELAND CONNECTNÓV 18NÓV 17BR. (%)ÁTÞ 18ÁTÞ 17BR. (%)
Fjöldi farþega22.36326.507-16%299.943325.996-8%
Sætanýting65,2%58,7%6,5 %-stig65,7%66,4%-0,7 %-stig
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000)10,616,0-34%171,0200,0-14%
       
LEIGUFLUGNÓV 18NÓV 17BR. (%)ÁTÞ 18ÁTÞ 17BR. (%)
Flugvélanýting92,3%100,0%-7,7 %-stig92,6%97,9%-5,3 %-stig
Seldir blokktímar2.3952.448-2%31.03424.57126%
       
FRAKTFLUTNINGARNÓV 18NÓV 17BR. (%)ÁTÞ 18ÁTÞ 17BR. (%)
Seldir tonnkm. (FTK´000)11.30710.12712%114.748106.9727%
       
HÓTELNÓV 18NÓV 17BR. (%)ÁTÞ 18ÁTÞ 17BR. (%)
Framboðnar gistinætur32.34026.88020%374.576343.4829%
Seldar gistinætur24.80320.30522%304.320282.3398%
Herbergjanýting76,7%75,5%1,2 %-stig81,2%82,2%-1,0 %-stig

Nánari upplýsingar veita:

Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group
bogi@icelandairgroup.is

Íris Hulda Þórisdóttir forstöðumaður fjárfestatengsla Icelandair Group
iris@icelandairgroup.is