Kvika banki hf.: Boðun hluthafafundar

Reykjavík, ICELAND


Boðað er til hluthafafundar í Kviku banka hf., kt. 540502-2930, þriðjudaginn 18. desember 2018, í fundarsal A+B á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, 105 Reykjavík, kl. 16:30.

Á dagskrá fundarins verða eftirfarandi mál:

  1. Tillaga stjórnar um kaup á öllu hlutafé í GAMMA Capital Management hf.:

Lagt er til að hluthafafundur samþykki að Kvika banki hf. kaupi allt hlutafé í GAMMA Capital Management hf., með þeim skilmálum sem fram koma í tilkynningu Kviku banka hf. um kaupsamning sem birt var í fréttakerfi Nasdaq Iceland þann 19. nóvember 2018. Samþykki hluthafafundar verði með fyrirvara um tilskilin samþykki eftirlitsaðila.

  1. Tillaga stjórnar um breytingar á samþykktum, nánar tiltekið:

Að ákvæði gr. 4.11 í samþykktum félagsins um eina undirnefnd stjórnar taki breytingum og kveði eftirleiðis á um skipun þriggja undirnefnda stjórnar; áhættunefndar, endurskoðunarnefndar og starfskjaranefndar.

  1. Ákvörðun um þóknun til nefndarmanna í undirnefndum stjórnar.

Vísast til nánari umfjöllunar í tillögum stjórnar en dagskrá og endanlegar tillögur munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis sjö dögum fyrir hluthafafundinn. Umrædd skjöl eru einnig birt á heimasíðu félagsins, www.kvika.is.

Hluthöfum er heimilt að senda umboðsmann sinn á hluthafafundinn og skal umboðsmaður í slíkum tilvikum leggja fram skriflegt og dagsett umboð. Umboð má leggja fram á fundinum eða senda á skrifstofu bankans fyrir fundinn.

Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent frá kl. 16:00 á fundarstað.

Stjórn Kviku banka hf.