Hluthafafundur Eikar fasteignafélags hf. var haldinn miðvikudaginn 12. desember 2018 kl. 10:00 í fundarsalnum Rímu A í Hörpu, Austurbakka 2, 101 Reykjavík.

Tillögur stjórnar sem lágu fyrir fundinum má finna á www.eik.is/fjarfestar/hluthafar.

  1. Tillaga um breytingar á samþykktum félagsins

Hluthafafundur samþykkti breytingar á samþykktum félagsins, eins og þær voru lagðar fyrir fundinn.

  1. Tillaga að starfsreglum tilnefningarnefndar

Samþykktar voru starfsreglur fyrir tilnefningarnefnd félagsins.

  1. Kosning nefndarmanna í tilnefningarnefnd

Að tillögu stjórnar var kjöri tilnefningarnefndar frestað til nýs hluthafafundar.

  1. Ákvörðun um þóknun til tilnefningarnefndar

Samþykkt var tillaga stjórnar um þóknun til tilnefningarnefndar.

  1. Heimild til kaupa á eigin hlutum

Samþykkt var tillaga stjórnar um heimild félagsins til kaupa á eigin hlutum.

  1. Önnur mál löglega fram borin

Engin önnur mál voru fram borin.