Source: Hagar hf.

Hagar hf. – Vegna samruna Haga hf., Olíuverzlunar Íslands hf. og DGV ehf.

Þann 29. nóvember sl. samþykkti Samkeppniseftirlitið samruna Haga, Olís og fasteignafélagsins DGV og heimilaði að samruninn kæmi til framkvæmda.

Samkaup hefur kært ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að heimila samrunann til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og krefst þess að samruninn verði ógiltur eða honum sett strangari skilyrði, þar sem skort hafi á rannsókn málsins hjá eftirlitinu og ekki gengið nógu langt við setningu skilyrða fyrir samrunanum. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála mun taka málið til efnislegrar meðferðar en ekki liggur fyrir hversu langan tíma afgreiðsla málsins mun taka hjá nefndinni.