logo.jpg
Source: Icelandair Group hf.

Flutningatölur desember 2018

Í desember flutti Icelandair 263 þúsund farþega og voru þeir 12% fleiri en í desember árið 2017. Framboðsaukning á milli ára nam 9% og sætanýting var 79,6% samanborið við 76,8% árið á undan. Farþegar Air Iceland Connect voru um 19 þúsund og fækkaði um 17% á milli ára. Um miðjan maí í ár hætti félagið flugi til Belfast og Aberdeen og einnig á milli Keflavíkur og Akureyrar en það skýrir fækkunina milli ára ásamt niðurfellingum fluga vegna veðurs. Sætanýting nam 60,0% og jókst um 1,2 prósentustig á milli ára. Fjöldi seldra blokktíma í leiguflugi dróst saman um 9% á milli ára og nýting lækkaði vegna viðhalds. Fraktflutningar jukust um 8% á milli ára.  Framboðnum gistinóttum hjá hótelum félagsins fjölgaði um 20% á milli ára. Herbergjanýting var 66,9% samanborið við 68,2% í desember 2017.

Flutningatölur fyrir árið 2018 liggja nú fyrir. Icelandair hefur aldrei flutt fleiri farþega en á árinu 2018. Þeir voru alls  4,1 milljón og fjölgaði um 2% frá fyrra ári. Sætanýting ársins nam 81,0% og dróst saman um 1,7 prósentustig samanborið við árið 2017.  Heildarfjöldi farþega Air Iceland Connect var 319 þúsund og dróst saman um 9% á milli ára. Seldir blokktímar í leiguflugi jukust um 23% og flutt frakt um 7%. Herbergjanýting á hótelum félagsins á árinu 2018 var 80,1% samanborið við 81,2% árið 2017.

ICELANDAIRDES 18DES 17BR. (%)ÁTÞ 18ÁTÞ 17BR. (%)
Fjöldi farþega263.457235.16412%4.141.4914.052.8782%
Sætanýting79,6%76,8%2,8 %-stig81,0%82,7%-1,7 %-stig
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000)1.035,0945,99%16.239,715.245,27%
Seldir sætiskm. (RPK'000,000)823,6726,613%13.154,112.606,64%
Meðal flugleið (KM)3.1513.0663%3.2083.0734%
       
AIR ICELAND CONNECTDES 18DES 17BR. (%)ÁTÞ 18ÁTÞ 17BR. (%)
Fjöldi farþega19.29523.279-17%319.238349.275-9%
Sætanýting60,0%58,7%1,2 %-stig65,4%65,9%-0,4 %-stig
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000)9,814,6-33%180,8214,6-16%
       
LEIGUFLUGDES 18DES 17BR. (%)ÁTÞ 18ÁTÞ 17BR. (%)
Flugvélanýting84,6%100,0%-15,4 %-stig91,9%98,1%-6,2 %-stig
Seldir blokktímar2.6372.889-9%33.67027.46023%
       
FRAKTFLUTNINGARDES 18DES 17BR. (%)ÁTÞ 18ÁTÞ 17BR. (%)
Seldir tonnkm. (FTK´000)11.01010.2368%125.758117.0557%
       
HÓTELDES 18DES 17BR. (%)ÁTÞ 18ÁTÞ 17BR. (%)
Framboðnar gistinætur33.41827.80720%407.994371.28910%
Seldar gistinætur22.36618.96318%326.686301.3028%
Herbergjanýting66,9%68,2%-1,3 %-stig80,1%81,2%-1,1 %-stig

Nánari upplýsingar veita:

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group
Íris Hulda Þórisdóttir, forstöðumaður fjárfestatengsla Icelandair Group
S: 5050100