Stjórn Klappa Grænna Lausna hf. hefur ákveðið að ganga til viðræðna við stærstu eigendur Sýni ehf. um kaup á meirihluta í félaginu. Félögin hafa átt farsælt samstarf á vettvangi umhverfis- og loftslagsmála og sjá margvíslegan ávinning af nánara samstarfi.                                                                                                                         

Um Klappir.

Klappir Grænar Lausnir hf. er leiðandi hugbúnaðarfyrirtæki á sviði umhverfismála. Lausnir og aðferðafræði Klappa fela í sér söfnun, vinnslu og miðlun umhverfisupplýsinga, þar sem mögulegt er að greina gögnin, setja upp töluleg markmið og fá heildstæða yfirsýn yfir mengandi starfsþætti.

Um Sýni.

Sýni er leiðandi þjónustufyrirtæki á sviði umhverfis- og gæðamála fyrir framleiðslufyrirtæki. Þjónusta félagsins felst  í mælingum, eftirliti, fræðslu og námskeiðahaldi. Fyrirtækið hefur verið starfandi í yfir aldarfjórðung og er með starfstöðvar í Reykjavík og á Akureyri.

Ágúst Sindri Karlsson, stjórnarformaður Sýnis ehf. og stærsti eigandi félagsins er jafnframt stjórnarformaður Klappa og eigandi um 9% hlutar í því félagi.