Source: Icelandair Group hf.

Flutningatölur janúar 2019

Í janúar var farþegafjöldi Icelandair 227 þúsund og jókst um 8% miðað við janúar á síðasta ári.  Framboð var aukið um 10%. Sætanýting var 71,9% samanborið við 72,3% í janúar í fyrra. Farþegar Air Iceland Connect voru um 20 þúsund og fækkaði um 12% á milli ára. Skýrist það aðallega af flugi til Aberdeen og Belfast sem var lagt niður í maí á síðasta ári.  Sætanýting nam 57,1%. Seldum blokktímum í leiguflugi fækkaði um 12% milli ára vegna færri verkefna en á sama tíma fyrir ári. Fraktflutningar voru óbreyttir á milli ára.   Seldar gistinætur hjá hótelum félagsins jukust um 16%. Herbergjanýting var 64,9% samanborið við 69,9% í janúar 2018. Skýrist það aðallega af lakari herbergjanýtingu á landsbyggðinni.

ICELANDAIRJAN 19JAN 18BR. (%)
Fjöldi farþega226.737209.3988%
Sætanýting71,9%72,3%-0,4 %-stig
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000)994,9907,010%
Seldir sætiskm. (RPK'000,000)715,6656,09%
Meðal flugleið (KM)3.1093.0771%
    
AIR ICELAND CONNECTJAN 19JAN 18BR. (%)
Fjöldi farþega19.56922.299-12%
Sætanýting57,1%57,8%-0,7 %-stig
Framboðnir sætiskm. (ASK'000.000)10,514,0-25%
    
LEIGUFLUGJAN 19JAN 18BR. (%)
Flugvélanýting91,7%100,0%-8,3 %-stig
Seldir blokktímar2.6523.015-12%
    
FRAKTFLUTNINGARJAN 19JAN 18BR. (%)
Seldir tonnkm. (FTK´000)10.46410.4980%
    
HÓTELJAN 19JAN 18BR. (%)
Framboðnar gistinætur33.41826.75725%
Seldar gistinætur21.67318.70816%
Herbergjanýting64,9%69,9%-5,1 %-stig

Nánari upplýsingar veita:

Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group s: 5050-100
Íris Hulda Þórisdóttir forstöðumaður fjárfestatengsla Icelandair Group s: 5050-100