Afkoma Lykils fjármögnunar hf. á árinu 2018
Stjórn Lykils fjármögnunar hf. samþykkti ársreikning fyrir rekstrarárið 2018 þann 27. febrúar 2019.
Helstu lykiltölur ársreikningsins eru:
Heildar tekjur voru 3.183 m.kr. og hækkuðu um 21,6% frá fyrra ári.
Hreinar vaxtatekjur á tímabilinu voru 1.264 m.kr. og drógust lítillega saman eða um 4,0% frá árinu 2017.
Tekjur af rekstrarleigu voru 772 m.kr. og jukust um 154 m.kr. frá fyrra ári, eða 24,8%.
Rekstrarkostnaður var 1.174 m.kr. og hækkar um 8,1% frá fyrra ári sem skýrist að hluta af auknum umsvifum í flotaleigu.
Hrein virðisbreyting var jákvæð um 438 m.kr. sem er 27,4% lækkun frá fyrra ári.
Hagnaður ársins var 1.212 m.kr., en þar af var tekjuskattsinneign að fjárhæð 98 m.kr. tekjufærð á tímabilinu, samanborið við 991 m.kr. á árinu 2017.
Arðsemi eigin fjár var 9,3%.
Heildareignir í lok tímabilsins voru 37.894 m.kr. og jukust um 6.115 m.kr., eða 19,2%
Eigið fé í lok árs var 12.634 m.kr.
Reiknað eiginfjárhlutfall (CAD) er 35,5%.
Með hliðsjón af sterkri fjárhagsstöðu félagsins leggur stjórn til við hluthafafund að greiddur verði arður sem nemur 1.200 m.kr.
Frekari upplýsingar um félagið má finna á eftirfarandi slóð:
https://www.lykill.is/starfsemi/fjarfestatengsl/
Attachment