Kvika banki hf.: Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Kviku banka hf. á öllu hlutafé í GAMMA Capital Management hf.

Reykjavík, ICELAND


Í dag, 6. mars 2019, samþykkti Samkeppniseftirlitið kaup Kviku banka hf. (Kvika) á öllu hlutafé í GAMMA Capital Management hf. (GAMMA).

Hluthafafundur Kviku, haldinn þann 18. desember 2018, hafði áður samþykkt kaupin, auk þess sem Fjármálaeftirlitið hefur metið Kviku hæfan til að fara með yfir 50% eignarhlut í GAMMA, sbr. 2. mgr. 42. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002. 

Kaup Kviku á öllu hlutafé í GAMMA eru enn háð samþykki breska Fjármálaeftirlitsins (e. Financial Conduct Authority).