Reginn hf. - Niðurstöður aðalfundar 2019

Kopavogur, ICELAND


Aðalfundur Regins hf. var haldinn klukkan 17:00, fimmtudaginn 14. mars 2019  í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Rímu fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík.

1.    Ársreikningur:
Aðalfundur samþykkti ársreikning félagsins vegna ársins 2018.

2. Ákvörðun um greiðslu arðs og ráðstöfun hagnaðar félagsins á reikningsárinu 2018:
Aðalfundur samþykkti að ekki yrði greiddur arður á árinu 2019 en að öðru leyti vísast til ársreikningsins um ráðstöfun hagnaðar og aðrar breytingar á eiginfjárreikningum félagsins á árinu. Hagnaður verður fluttur til næsta reikningsárs.

3. Tillaga félagsstjórnar um starfskjarastefnu:
Aðalfundur samþykkti framlagða starfskjarastefnu.

4. Ákvörðun um heimild til stjórnar um kaup á eigin bréfum:
Samþykkt var tillaga stjórnar um að veita heimild til að kaupa hlutabréf í félaginu þannig að það ásamt dótturfélögum þess eigi, að öðrum lagaskilyrðum uppfylltum, allt að 10% af heildarhlutafé félagsins. Tilgangur kaupanna er að koma á viðskiptavakt með hluti í félaginu og/eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun samkvæmt heimild í lögum um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007 og reglugerð nr. 630/2005 (viðauki).

5. Breyting á samþykktum félagsins:
Samþykktur var viðauki við samþykktir félagsins í kjölfar samþykktar 4. dagskrárliðs.

6. Kosning félagsstjórnar:
Eftirfarandi einstaklingar voru sjálfkjörin í aðalstjórn til næsta aðalfundar:
Albert Þór Jónsson,
Bryndís Hrafnkelsdóttir,
Guðrún Tinna Ólafsdóttir,
Heiðrún Emilía Jónsdóttir,
Tómas Kristjánsson

Eftirtalin voru sjálfkjörin í varastjórn:
Finnur Reyr Stefánsson,
Hjördís D. Vilhjálmsdóttir.

Á stjórnarfundi eftir aðalfund var Tómas Kristjánsson kosinn stjórnarformaður og Albert Þór Jónsson varaformaður stjórnar.

7. Kosning endurskoðanda:
Aðalfundur samþykkti að KPMG ehf., Borgartúni 27, 105 Reykjavík, yrði endurkjörið endurskoðunarfyrirtæki félagsins.

8. Kosning nefndarmanna í tilnefningarnefnd, sé skipunartími nefndarmanna liðinn eða ef nefndarmaður hefur látið af störfum:
Nefndarmenn í tilnefningarnefnd voru kjörnir til aðalfundar 2020 og því fór ekkert slíkt kjör fram á fundinum.  

9. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna fyrir næsta kjörtímabil:
Aðalfundur félagsins samþykkti eftirfarandi þóknun til stjórnarmanna, varastjórnar og undirnefnda stjórnar:
Stjórnarformaður: 680.000 kr. á mánuði.
Meðstjórnendur: 340.000 kr. á mánuði.
Varamenn: 170.000 kr. fyrir hvern setinn stjórnarfund, þó ekki hærra en 340.000 kr. fyrir hvern mánuð.

Seta í undirnefndum stjórnar:
Nefndarmaður í starfskjaranefnd: 30.000 kr. á mánuði.
Nefndarmaður í endurskoðunarnefnd: 60.000 kr. á mánuði.
Formaður endurskoðunarnefndar: 100.000 kr. á mánuði.
Nefndarmaður í tilnefningarnefnd: 60.000 kr. á mánuði.
Formaður tilnefningarnefndar: 90.000 kr. á mánuði.

10. Önnur mál:
Engin önnur mál voru tekin til afgreiðslu á fundinum.

Viðhengi


Attachments

Reginn hf. - Kynning forstjóra - Aðalfundur-14032019. Reginn hf. - Kynning stjórnarformanns - Aðalfundur - 14032019