Source: Hagar hf.

Frá tilnefningarnefnd vegna aðalfundar Haga hf. 2019

Aðalfundur Haga hf., kt. 670203-2120, verður haldinn föstudaginn 7. júní 2019.

Þeim hluthöfum sem vilja eiga fund með tilnefningarnefnd eða koma skilaboðum á framfæri við tilnefningarnefnd í aðdraganda aðalfundar 2019 er bent á að hafa samband við tilnefningarnefnd eigi síðar en kl. 16:00 þann 12. apríl nk. á netfangið tilnefningarnefnd@hagar.is.

Þeim sem vilja gefa kost á sér til setu í stjórn Haga hf. er bent á að tilkynna það skriflega til tilnefningarnefndar Haga hf. eigi síðar en kl. 16:00 þann 29. apríl 2019 á netfangið tilnefningarnefnd@hagar.is. Nauðsynlegt er að frambjóðendur notist við framboðseyðublað sem finna má í viðhengi en þar þarf meðal annars að upplýsa um bakgrunn og hæfi frambjóðanda, auk þess að gera grein fyrir hvernig frambjóðandi uppfyllir skilyrði sáttar Haga hf. við Samkeppniseftirlitið frá september 2018.

Auk framboðseyðublaðs má í viðhengi finna nánari upplýsingar um viðmið tilnefningarnefndar við mat á frambjóðendum.

Tillögur tilnefningarnefndar um frambjóðendur til stjórnar verða tilkynntar þann 15. maí nk.

Tilnefningarnefnd Haga hf.

Viðhengi