Skeljungur hf.: Niðurstöður hluthafafundar Skeljungs | maí 2019


Hluthafafundur var haldinn hjá Skeljungi í dag, mánudaginn 27. maí 2019 á aðalskrifstofu félagsins í Borgartúni 26, Reykjavík. Fundurinn hófst kl. 16.00.

Tillögur þær sem lágu fyrir fundinum eru meðfylgjandi.


1.     Tillögur stjórnar um breytingu á samþykktum félagsins.

a. Tillaga um kaup félagsins á eigin hlutum fyrir mest 550.000.000 kr., í tengslum við endurkaupaáætlun, var samþykkt.

b. Tillaga um nýtt ákvæði um framkvæmd stjórnarkjörs, m.t.t. kynjakvóta, var samþykkt.

c. Tillaga um orðalagsbreytingu vegna kjörs annarra en tilnefndra var samþykkt.

d. Tillaga um orðalagsbreytingu er gerir ráð fyrir möguleikanum á brottvikningu stjórnar var samþykkt.


2. Tillaga hluthafa um niðurfellingu umboðs sitjandi stjórnar.

Tillagan var samþykkt.


3.      Kjör stjórnarmanna félagsins

Eftirtaldir frambjóðendur voru kjörnir í stjórn félagsins:

  • Ata Maria Bærentsen
  • Birna Ósk Einarsdóttir
  • Jens Meinhard Rasmussen
  • Jón Ásgeir Jóhannesson
  • Þórarinn Arnar Sævarsson


4.      Önnur mál

Engin önnur mál voru löglega upp borin á fundinum og var honum slitið kl. 17:11.

Gögn frá fundinum, og síðar upptöku, má finna á vefsíðu Skeljungs.

*             *             *


Eftir fundinn var haldinn stjórnarfundur, þar sem stjórn skipti með sér verkum.

Jens Meinhard Rasmussen var kjörinn formaður stjórnar. Jón Ásgeir Jóhannesson var kjörinn varaformaður stjórnar.

Í endurskoðunarnefnd tóku sæti Helena Hilmarsdóttir, Ata Maria Bærentsen og Birna Ósk Einarsdóttir. Í starfskjaranefnd tóku sæti Jens Meinhard Rasmussen og Birna Ósk Einarsdóttir. Þá var Þórarinn Arnar Sævarsson tilnefndur til setu af hálfu stjórnar í tilnefningarnefnd. 

Ritari stjórnar var kjörin Gróa Björg Baldvinsdóttir, yfirlögfræðingur Skeljungs.

Nánari upplýsingar veitir Hendrik Egholm, forstjóri; fjarfestar@skeljungur.is, s: 444-3000 / 840-3002.

*             *             *


Skeljungur er orkufyrirtæki sem selur vörur og þjónustu á Íslandi, í Færeyjum og á Norður-Atlantshafinu. Meginstarfsemi félagsins er innflutningur, birgðahald, sala og dreifing á eldsneyti og eldsneytistengdum vörum. Félagið starfrækir 76 eldsneytisstöðvar og 6 birgðastöðvar á Íslandi og í Færeyjum. Auk þess selur félagið áburð og og efnavörur á Íslandi og rekur verslanir og þjónustar og selur olíu til húshitunar í Færeyjum. Viðskiptavinir Skeljungs spanna frá einstaklingum til fyrirtækja, í sjávarútvegi, landbúnaði, flutningum, flugi og til verktaka. Starfsemin er rekin undir merkjunum Skeljungur, Orkan, OrkanX og Magn. Meginmarkmið Skeljungs er að að þjóna orkuþörf einstaklinga og fyrirtækja á hagkvæman og öruggan máta í sátt við umhverfi sitt.

www.skeljungur.is

https://www.linkedin.com/company/skeljungur-hf/

Viðhengi


Attachments

Endanlegar tillögur til hluthafafundar maí 2019