Brim: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun


Í viku 43 keypti Brim hf. 1.250.000 eigin hluti að kaupverði 47.562.500 kr. skv. sundurliðun hér á eftir:

DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð (kr.)
24.10.201915:21:491.250.00038,0547.562.500
Samtals 1.250.000 47.562.500
     
     
     

Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun félagsins sem tilkynnt var um í Kauphöll þann 26. september 2019.

Brim átti 22.394.936 eigin hluti fyrir viðskiptin og eiga að þeim loknum 23.644.936 eigin hluti eða sem nemur 1,21% af útgefnum hlutum í félaginu.

Þann 21.10.2019 var tillkynnt um að Brim hefði gert samning um kaup á tveimur sjávarútvegsfyrirtækjum, samkomulagið er háð venjulegum fyrirvörum þ.a.m. samþykki stjórnar. Hluti kaupverðsins verði greiddur með eigin bréfum að nafnverði 22.079.436 eða 1,13% af heildarhlutafé.

Brim hefur keypt samtals 15.075.659 eigin hluti samkvæmt áætluninni eða sem nemur 0,77% af útgefnum hlutum í félaginu og nemur heildarkaupverð þeirra 585.513.944 kr. Endurkaup samkvæmt áætluninni munu nema að hámarki 50.000.000 hlutum eða sem nemur 2,56% af útgefnum hlutum í félaginu. Heildarkaupverð má þó ekki vera hærra en 1.900.000.000 kr. Endurkaupaáætlunin er í gildi fram að aðalfundi félagsins 2020, nema skilyrði um hámarkskaup verði uppfyllt fyrir þann tíma.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar er í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995 og viðauka við reglugerð um innherjaupplýsingar og markaðssvik nr. 630/2005.

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri