Source: Reitir fasteignafélag hf.

Rekstrarhagnaður Reita 5.771 m.kr. á fyrstu níu mánuðum ársins

Stjórn Reita fasteignafélags hf. hefur samþykkt samandreginn árshlutareikning fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2019. Helstu lykiltölur reikningsins eru: 

Lykiltölur rekstrar   
 9M 20199M 2018 
Tekjur 8.7678.455
Rekstrarkostnaður fjárfestingareigna -2.511-2.416
Stjórnunarkostnaður -485-462
Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu 5.7715.577
Matsbreyting fjárfestingareigna 1.990731
Hrein fjármagnsgjöld -4.288-4.140
Hagnaður árshlutans 2.5541.526
Hagnaður á hlut   3,7 kr.  2,2 kr.
NOI hlutfall* 62,5%64,1%
Stjórnunarkostnaður* 5,3%5,3%
   
Lykiltölur efnahags   
 30.9.201931.12.2018 
Fjárfestingareignir 148.887138.524 
Handbært og bundið fé 2.2023.311 
Heildareignir 153.595143.696 
Eigið fé 47.91646.914 
Vaxtaberandi skuldir 86.89184.316 
Eiginfjárhlutfall 31,2%32,6% 
    
Lykiltölur um fasteignasafn   
 9M 2019 9M 2018 
Nýtingarhlutfall (tekjuvegið) 94,9%97,2%
   
Fjárhæðir eru í milljónum króna nema annað sé tekið fram
* Reiknað sem hlutfall af heildartekjum

Guðjón Auðunsson, forstjóri:

„Á fyrstu níu mánuðum ársins 2019 gekk rekstur Reita vel og var afkoma á þriðja ársfjórðungi í samræmi við útgefnar horfur.

Árið hefur að stórum hluta verið nýtt í umbætur á eignasafninu og sést það á mikilli fjárfestingu samhliða tímabundnum samdrætti í nýtingu. Margar fasteignir hafa í smáum og stórum skömmtum gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og nýir leigutakar tekið við umgjörð um atvinnustarfsemi þeirra til langrar framtíðar. Skaftahlíð 24 hýsir nú skrifstofur Landspítalans í uppgerðu húsnæði, Íslandspóstur er að koma sér fyrir í stóru og endurnýjuðu rými á Höfðabakka 9 og Sjúkraþjálfun Íslands hefur hafið starfsemi í norðurenda Kringlunnar eftir gagngerar endurbætur.

Innkoma Vínlandsleiðar í eignasafnið fyrir rúmu ári síðan skýrir stærstan hluta af breytingu í tekjum á milli ára. Með kaupum á þeim eignum var góður grunnur af útleigu til opinberra aðila styrktur enn frekar og með undirritun leigusamninga við Landspítalann, Íslandspóst og fleiri aðila hafa þar bæst við um 22 þúsund fermetrar í útleigu til opinberra leigutaka.

Eftir góðan gang í útleigu á haustmánuðum er nýtingarhlutfall félagsins í dag um 96% og vonir standa til um að það hlutfall haldi áfram að hækka.

Árinu hefur einnig fylgt framhald á endurfjármögnun félagsins. Góður árangur hefur náðst en til þessa hefur félagið gefið út skuldabréf fyrir um 10,2 milljarða og greitt niður óhagstæð eldri lán í þeim tilgangi að lækka vaxtakostnað félagsins. Aukið vaxtaálag á markaði er áhyggjuefni til lengri tíma litið og ekki í takti við verðlagningu sambærilegra afurða í löndunum í kringum okkur.

Reitir horfa björtum augum til framtíðar og þrátt fyrir að tímabundin niðursveifla sé í hagkerfinu um þessar mundir þá er þjóðarbúið vel í stakk búið til að mæta slíkri niðursveiflu. Sömu sögu er að segja af Reitum. Eignir félagsins, ávöxtunarkrafa þeirra og vænt markaðsleiga hafa verið metin með varfærnum hætti og skuldsetning hófleg. Arðsemi eigna í fullnýttu eignasafni er um 6,1% og virði hvers fermetra í eignasafninu er rétt um 300.000 kr. Rekstur Reita er stöðugur og eftirspurn eftir eignum félagsins heilbrigð.“

Frekari upplýsingar og kynningarfundur

Á vef Reita, www.reitir.is/fjarfestar, má finna allar upplýsingar vegna árshlutauppgjörsins. Jafnframt má finna árshlutauppgjörið á ensku á www.reitir.is/en/investors.

Reitir bjóða fjárfestum og markaðsaðilum á opinn fund þar sem Guðjón Auðunsson, forstjóri, og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, munu kynna uppgjörið. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 19. nóvember kl. 8:30 á skrifstofu félagsins á 3. hæð í norðurenda Kringlunnar 4-12, 103 Reykjavík. Kynningar­efni fundarins er aðgengilegt á fjárfestasíðu Reita, www.reitir.is/fjarfestar.

Nánari upplýsingar veita Guðjón Auðunsson, forstjóri, í síma 575 9000 eða 660 3320, og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, í síma 575 9000 eða 669 4416.

Um Reiti

Reitir fasteignafélag hf. er íslenskt hlutafélag. Samstæða félagsins samanstendur af móðurfélaginu, Reitum fasteignafélagi hf., ásamt dótturfélögum, sem öll eru að fullu í eigu móðurfélagsins. Starfsemi félagsins felst í eignarhaldi, útleigu og umsýslu atvinnuhúsnæðis sem er að stærstum hluta verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Fasteignir í eigu félagsins eru um 140 talsins, um 460 þúsund fermetrar að stærð. Meðal fasteigna félagsins má nefna stærstan hluta verslunarmiðstöðvarinnar Kringlunnar, Spöngina og Holtagarða, Hótel Borg, Hotel Hilton Reykjavík Nordica og Icelandair Hotel Reykjavík Natura og skrifstofubyggingar á Höfðabakka 9 og við Vínlandsleið ásamt húsnæði höfuðstöðva Sjóvár, Origo og Advania. Stærstu leigutakar Reita eru Hagar, Flugleiðahótel, ríki og sveitarfélög.

Viðhengi