Síminn hf. - Niðurstaða hluthafafundar - Ný stjórn


Niðurstaða hluthafafundar Símans hf. sem haldinn var fimmtudaginn 21. nóvember 2019 kl. 10. í höfuðstöðvum félagsins.

  1. Tillaga um að afturkalla umboð stjórnarmanna, sbr. 1. mgr. 64. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög.

Tillagan var samþykkt.

  1. Stjórnarkjör skv. grein 15.1 í samþykktum félagsins.

Eftirtaldir aðilar voru kjörnir í stjórn félagsins:

Bjarni Þorvarðarson
Helga Valfells
Jón Sigurðsson
Kolbeinn Árnason
Sylvía Kristín Ólafsdóttir

Þeir fimm aðilar sem flest atkvæði fengu teljast réttkjörnir til stjórnarsetu í Símanum hf. til næsta aðalfundar.


  1. Staðfesting á ákvörðun aðalfundar dags. 21. mars 2019 varðandi stjórnarkjör og breytingar á viðauka við samþykktir. 

Ákvarðanir aðalfundar 21. mars 2019 voru staðfestar.

Ekki voru fleiri mál á dagskrá fundarins.