Brim: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun


Í viku 48 keypti Brim hf. 5.150.000 eigin hluti að kaupverði 197.802.500 kr. skv. sundurliðun hér á eftir:

DagsetningTímiKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð (kr.)
25.11.201909:38:50500.00038,7519.375.000
25.11.201911:13:131.500.00038,7558.125.000
25.11.201915:29:36500.00038,5019.250.000
26.11.201910:32:352.500.00038,1595.375.000
26.11.201915:05:27150.00037,855.677.500
Samtals 5.150.000 197.802.500
     
     

Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun félagsins sem tilkynnt var um í Kauphöll þann 26. september 2019.

Brim átti 39.655.095 eigin hluti fyrir viðskiptin og eiga að þeim loknum 44.805.095 eigin hluti eða sem nemur 2,291% af útgefnum hlutum í félaginu.

Þann 21.10.2019 var tillkynnt um að Brim hefði gert samning um kaup á tveimur sjávarútvegsfyrirtækjum, stjórn Brims samþykkti kaupin þann 14.11.2019. Viðskiptin eru háð samþykki hluthafafundar Brims, Samkeppniseftirlitsins og eftir atvikum annara eftirlitsaðila. Hluthafafundur Brims hefur verið boðaður þann 12. desember n.k.. Hluti kaupverðsins verði greiddur með eigin bréfum að nafnverði 22.079.436 eða 1,13% af heildarhlutafé.

Brim hefur keypt samtals 36.235.818 eigin hluti samkvæmt áætluninni eða sem nemur 1,85% af útgefnum hlutum í félaginu og nemur heildarkaupverð þeirra 1.415.410.934 kr. Endurkaup samkvæmt áætluninni munu nema að hámarki 50.000.000 hlutum eða sem nemur 2,56% af útgefnum hlutum í félaginu. Heildarkaupverð má þó ekki vera hærra en 1.900.000.000 kr. Endurkaupaáætlunin er í gildi fram að aðalfundi félagsins 2020, nema skilyrði um hámarkskaup verði uppfyllt fyrir þann tíma.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar er í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995 og viðauka við reglugerð um innherjaupplýsingar og markaðssvik nr. 630/2005.

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri