Brim - Nýr samningur um viðskiptavakt við Íslandsbanka hf.


Brim hf. hefur gert nýjan samning við Íslandsbanka hf. um viðskiptavakt sem er endurnýjun á fyrri samningi frá maí 2017. Samningurinn mælir fyrir um að Íslandsbanki annist viðskiptavakt fyrir eigin reikning gegn þóknun frá félaginu. Bankinn mun samkvæmt samningnum setja fram kaup- og sölutilboð alla viðskiptadaga í viðskiptakerfi NASDAQ OMX Iceland. Skal fjárhæð hvers tilboðs að lágmarki vera kr. 250.000 að nafnvirði á gengi sem ISB ákveður. Hámkarksverðbil kaup- og sölutilboða er 2,5%. Eigi ISB viðskipti með bréf félagsins fyrir 2.500.000 að nafnvirði eða meira í sjálfvirkri pörun innan dags, sem fer um veltubók ISB, falla niður skyldur um hámarksverðbil kaup- og sölutilboða innan þess dags. Ef verðbreyting innan viðskiptadags er umfram 10,0% er ISB heimilt að tvöfalda hámarksverðbil milli kaup-og sölutilboða tímabundið þann daginn. Samningurinn er ótímabundinn en er uppsegjanlegur að beggja hálfu með 14 daga fyrirvara.

Nánari upplýsingar veitir: Inga Jóna Friðgeirsdóttir fjármálastjóri, s. 858 1170.