Source: Reitir fasteignafélag hf.

Rekstrarhagnaður Reita 7.672 m.kr. á árinu 2019

Stjórn Reita fasteignafélags hf. hefur samþykkt ársreikning ársins 2019. Helstu lykiltölur reikningsins eru: 

Lykiltölur rekstrar  
 20192018
Tekjur11.72311.421
Rekstrarkostnaður fjárfestingareigna-3.416-3.195
Stjórnunarkostnaður-635-620
Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu7.6727.606
Matsbreyting fjárfestingareigna2.349-3.132
Hrein fjármagnsgjöld-5.582-5.779
Hagnaður3.324110
Hagnaður á hlut4,8 kr.0,2 kr.
NOI hlutfall * 62,0%64,6% 
Stjórnunarkostnaðarhlutfall *5,1% 5,3% 
   
Lykiltölur efnahags  
 31.12.201931.12.2018
Fjárfestingareignir149.106138.524
Handbært og bundið fé1.2243.311
Heildareignir151.640143.696
Eigið fé47.64446.914
Vaxtaberandi skuldir85.29784.316
Eiginfjárhlutfall31,4%32,6%
   
Lykiltölur um fasteignasafn  
 20192018
Nýtingarhlutfall (tekjuvegið)*94,7%97,0%
   
Fjárhæðir eru í milljónum króna nema annað sé tekið fram
* Reiknað sem hlutfall af heildartekjum

Guðjón Auðunsson, forstjóri:
„Rekstur Reita á árinu 2019 var ágætur þrátt fyrir nokkurn mótbyr í efnahagslífinu. Félagið naut góðs af lækkandi vöxtum og endurfjármagnaði eldri lán með nýrri skuldabréfaútgáfu fyrir rúma 10 milljarða króna. Stærstu verkefni ársins fólust í aðlögun núverandi húsnæðis í eignasafni Reita að breyttum þörfum langtímaviðskiptavina.

Um mitt ár 2019 fékk Landspítalinn afhent endurnýjað húsnæði að Skaftahlíð 24. Þar er um að ræða um 5.000 fermetra í tveimur byggingum. Húsnæðið var klæðskerasniðið að starfsemi höfuðstöðva spítalans sem áður voru staðsettar í annarri byggingu Reita, Eiríksgötu 5, en sú bygging fær senn nýtt hlutverk eftir gagngerar endurbætur sem ráðist verður í á árinu 2020. Sjúkraþjálfun Íslands, sem hafði verið með aðsetur í Orkuhúsinu um árabil, opnaði á árinu nýja starfsstöð á þriðju hæð í Kringlunni og fékk þar endurnýjað húsnæði sérsniðið að sínum þörfum. Á dögunum var tilkynnt um fyrirhugaða opnun nýrrar World Class stöðvar í Kringlunni haustið 2020.

Undir lok árs voru tilkynnt áform um að breyta Laugavegi 176, Gamla sjónvarpshúsinu, í nýtt Hyatt Centric hótel. Áætlað er að framkvæmdir hefjist á reitnum í ársbyrjun 2021 og að hótelið opni árið 2022.
Undirbúningur þróunar á Orkureit, Kringlusvæðinu og í landi Blikastaða í Mosfellsbæ gengur vel en nánar er fjallað um þróunarverkefnin í ársskýrslu Reita á www.reitir.is/2019 og gerð verður ítarlegri grein fyrir verkefnunum á aðalfundi félagsins 10. mars næstkomandi.“

Endurkaup
Stjórn félagsins hefur tekið ákvörðun um framkvæmd endurkaupaáætlunar með það að markmiði að lækka útgefið hlutafé. Áætlað er að kaupa allt að 20 milljónir hluta sem jafngildir 3,0% af útistandandi hlutafé, þó þannig að fjárhæð endurkaupanna verði aldrei meiri en 1.500 milljónir króna.

Stjórn félagsins stefnir að framkvæmd annarrar endurkaupaáætlunar allt að sama umfangi, í kjölfar þeirrar sem hefst fimmtudaginn 20. febrúar næstkomandi. Endurkaup ársins geta því orðið umtalsvert meiri en verið hefur á síðustu árum en ráðast þó af tækifærum á markaði með fasteignir.


Horfur ársins 2020
Áætlað er að tekjur ársins 2020 verði 11.500-11.650 millj. kr. og að rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu verði 7.600 - 7.750 millj. kr.

Töluverðar breytingar hafa orðið á eignasafninu á síðustu mánuðum og fyrirséðar breytingar vegna þróunar munu hafa áhrif á tekjumyndun ársins. Gert er ráð fyrir 2,3% verðlagsbreytingu milli áranna 2019 og 2020 og að nýting í eignasafni batni um 0,5 prósentur milli ára.

Gert er ráð fyrir óverulegum breytingum í reglulegum rekstrarkostnaði fjárfestingareigna milli ára og að leiðrétting á fasteignagjöldum, sem áður hefur verið tilkynnt um, skili sér að mestu á árinu. Þess er einnig vænst að árangur verði af kærumálum sem félagið er með útistandandi.

Frekari upplýsingar og kynningarfundur
Á vef Reita, www.reitir.is/fjarfestar, má finna allar upplýsingar vegna árshlutauppgjörsins. Jafnframt má finna árshlutauppgjörið á ensku á www.reitir.is/en/investors. Samhliða uppgjöri eru gefnar út ársskýrsla, eignasafnsskýrsla og samfélagsskýrsla. Skýrslurnar má finna á www.reitir.is/2019.

Reitir bjóða fjárfestum og markaðsaðilum á opinn fund þar sem Guðjón Auðunsson, forstjóri, og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, munu kynna uppgjörið. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 18. febrúar kl. 8:30 á skrifstofu félagsins á þriðju hæð í norðurenda Kringlunnar 4-12, 103 Reykjavík.

Kynningarefni fundarins er aðgengilegt á fjárfestasíðu Reita, www.reitir.is/fjarfestar.
Nánari upplýsingar veita Guðjón Auðunsson, forstjóri, í síma 575 9000 eða 660 3320, og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, í síma 575 9000 eða 669 4416.

Um Reiti
Reitir fasteignafélag hf. er íslenskt hlutafélag. Samstæða félagsins samanstendur af móðurfélaginu, Reitum fasteignafélagi hf., ásamt dótturfélögum, sem öll eru að fullu í eigu móðurfélagsins. Starfsemi félagsins felst í eignarhaldi, útleigu og umsýslu atvinnuhúsnæðis sem er að stærstum hluta verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Fasteignir í eigu félagsins eru um 140 talsins, um 460 þúsund fermetrar að stærð. Meðal fasteigna félagsins má nefna stærstan hluta verslunarmiðstöðvarinnar Kringlunnar, Spöngina og Holtagarða, Hótel Borg, Hotel Hilton Reykjavík Nordica og Icelandair Hotel Reykjavík Natura og skrifstofubyggingar á Höfðabakka 9 og við Vínlandsleið ásamt húsnæði höfuðstöðva Sjóvár, Origo og Advania. Stærstu leigutakar Reita eru Hagar, Flugleiðahótel, ríki og sveitarfélög.

Viðhengi