REITIR: Niðurstöður aðalfundar 2020

Reykjavík, ICELAND


Þriðjudaginn 10. mars 2020 var aðalfundur Reita fasteignafélags hf. haldinn á Hótel Reykjavík Natura. Fundurinn hófst kl. 15.00.

Tillögur þær sem lágu fyrir fundinum má finna á vefsíðu félagsins: https://www.reitir.is/is/reitir/fjarfestayfirlit/hluthafafundir-reita

1. Ársreikningur og samstæðureikningur félagsins fyrir liðið starfsár
Aðalfundur samþykkti ársreikning og samstæðureikning félagsins vegna ársins 2019.

2. Ráðstöfun hagnaðar félagsins á síðastliðnu starfsári
Tillaga stjórnar um að greiða út arð að fjárhæð 1,65 kr. fyrir hverja krónu nafnverðs útistandandi hlutafjár í félaginu vegna rekstrarársins 2019 var samþykkt. Arðgreiðsludagur verður þann 31. mars 2020, 12. mars 2020 er arðleysisdagur og 13. mars 2020 verður arðsréttindadagur.

3. Heimild til kaupa á eigin bréfum
Aðalfundur samþykkti tillögu stjórnar um heimild til kaupa á eigin bréfum.

4. Tillaga um lækkun hlutafjár til jöfnunar á eigin hlutum
Tillaga um lækkun hlutafjár úr 689.856.201 kr. í 669.856.201 kr. og tilheyrandi breyting á 4. gr. samþykkta félagsins var samþykkt.

5. Starfskjarastefna félagsins
Aðalfundur samþykkti tillögu stjórnar um óbreytta starfskjarastefnu félagsins.

6. Breyting á samþykktum félagsins
Aðalfundur samþykkti tillögu stjórnar um breytingu á 6. gr. samþykkta félagsins, þar sem í stað tilvísunar til Verðbréfaskráningar Íslands kemur tilvísun til verðbréfamiðstöðvar sem hlotið hefur starfsleyfi.

7. Breytingar á starfsreglum tilnefningarnefndar
Aðalfundur samþykkti tillögu stjórnar um breytingar á starfsreglum tilnefningarnefndar félagsins, en breytingarnar má sjá í tillögum fyrir aðalfund á ofangreindri vefsíðu félagsins.

8. Skipun nefndarmanna í tilnefningarnefnd
Aðalfundur staðfesti skipun Margretar Flóvenz, Þóris Á. Þorvarðarsonar og Berglindar Óskar Guðmundsdóttur í tilnefningarnefnd félagsins.

9. Kjör stjórnarmanna félagsins
Eftirtaldir aðilar gáfu kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn félagsins og voru þau sjálfkjörin:
Kristinn Albertsson
Martha Eiríksdóttir
Sigríður Sigurðardóttir
Thomas Möller
Þórarinn V. Þórarinsson

10. Kjör endurskoðanda eða endurskoðunarfélags
Aðalfundur samþykkti að Ernst & Young ehf. yrði endurskoðunarfélag félagsins.

11. Ákvörðun um laun stjórnar, undirnefnda stjórnar og tilnefningarnefndar fyrir komandi starfsár
Aðalfundur félagsins samþykkti að mánaðarleg stjórnarlaun fyrir komandi starfsár skuli vera 360.000 kr. fyrir stjórnarmenn en laun stjórnarformanns verði tvöföld stjórnarlaun, þó þannig að hækkunin fari ekki umfram 18 þús. kr. á mánuði m.v. núverandi stjórnarlaun. Þóknun til formanns endurskoðunarnefndar verður 140.000 kr. á mánuði og til annarra nefndarmanna 80.000 kr. á mánuði. Þóknun nefndarmanna í starfskjaranefnd verður 40.000 kr. á mánuði. Fyrir störf í tilnefningarnefnd fær hvor nefndarmaður greiddar 660.000 kr. fyrir starfsárið, en formaður nefndarinnar fær greiddar 990.000 kr. fyrir starfsárið. Greiðslur til endurskoðenda félagsins skulu vera samkvæmt reikningi.

12. Önnur mál
Engin önnur mál voru tekin til afgreiðslu á fundinum og var honum slitið kl. 16.00.