Festi hf.: Endanleg dagskrá aðalfundar 23. mars 2020


Aðalfundur Festi hf. verður haldinn mánudaginn 23. mars 2020 klukkan 10:00 í höfuðstöðvum félagsins að Dalvegi 10-14, Kópavogi.

Dagskrá fundarins:

1.            Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári.

2.            Skýrsla forstjóra og ársreikningur kynntur.

3.            Staðfesting ársreiknings fyrir síðastliðið reikningsár og tekin ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað félagsins.

4.            Ákvörðun tekin um greiðslu arðs vegna rekstrarársins 2019.

5.            Tilnefningarnefnd kynnir skýrslu sína og tillögur.

6.            Stjórnarkjör.

7.            Tillaga um staðfestingu á ákvörðun stjórnar um skipun tveggja einstaklinga í tilnefningarnefnd.

8.            Kjör endurskoðanda eða endurskoðunarfirma.

9.            Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna, undirnefnda stjórnar og tilnefningarnefndar.

10.          Tillaga stjórnar um breytingu á starfskjarastefnu félagsins.

11.          Tillaga stjórnar um heimild til kaupa á eigin hlutabréfum.

12.          Tillaga um heimild til stjórnar til að gefa út nýtt hlutafé til að mæta hluta kaupsamningsgreiðslna við kaup á Íslenskri Orkumiðlun ehf.

13.          Tillaga stjórnar til aðalfundar um tillögur til breytingar á samþykktum.

14.          Önnur mál löglega upp borin: Tillaga sr. Péturs Þorsteinssonar um að Krónuverslanir skuli lokaðar á frídegi verslunarmanna.

Ekki verður boðið upp á möguleika á rafrænni þáttöku í fundinum, en hluthafar geta veitt umboð til umboðsmanns um þátttöku á fundinum með fyrirmælum um hvernig atkvæði skuli greidd um þær tillögur sem til afgreiðslu eru, eða með sérstakri innskráningu á fundinn greitt atkvæði fyrirfram með skriflegum hætti um þau mál sem til afgreiðslu eru. Óskir um útgáfu umboðs og skipan umboðsmanns eða um sérstaka innskráningu og skriflega atkvæðagreiðslu fyrirfram skal beint til netfangsins kristinn@advel.is.     

Verði samþykkt tillaga um greiðslu arðs er síðasti viðskiptadagur þar sem arður fylgir bréfunum 20.mars 2020 og arðsleysisdagur er því 23. mars 2020. Arðsréttindadagur er 24. mars 2020, sem þýðir að arður greiðist þeim sem skráðir eru í hlutaskrá Festi hf. í lok dags 24. mars 2020. Arðurinn verður greiddur til hluthafa þann 20. apríl 2020.

Að öðru leyti er vísað til fyrri auglýsingar og fyrirliggjandi tillagna á fundinum, sem birtar hafa verið í fréttakerfi Nasdsdaq OMX Iceland og á heimasíðu Festi hf.

Stjórn Festi hf.