Reginn hf. – Frestun arðgreiðsludags og undirbúningur aðgerða



Á aðalfundi Regins hf. þann 11. mars síðastliðinn var samþykkt að greiða arð að fjárhæð 535 m.kr sem nemur um 12% af afkomu síðastliðins árs.  Í arðgreiðslustefnu félagsins segir að arðgreiðslur skuli taka mið af áhættu í umhverfinu. Með hliðsjón af því hefur stjórn ákveðið að fresta arðgreiðsludegi frá því sem áður verið tilkynnt. Stjórn mun ákvarða nýjan arðgreiðsludag, þó eigi síðar en 11. september 2020.

Á grunni sterkrar fjárhagsstöðu og góðrar áhættudreifingar leigutaka og með hliðsjón af kynntum aðgerðum ríkisstjórnarinnar vinnur Reginn hf. að áætlunum. Þær miða m.a. að því að koma til móts við þá viðskiptamenn sem þess þurfa vegna gjörbreyttra aðstæðna í rekstri þeirra. Þetta verður gert m.a. með því að veita sveigjanleika varðandi leigugreiðslur.


Nánari upplýsingar
Helgi S. Gunnarsson – Forstjóri – helgi@reginn.is – S: 512 8900 / 899 6262