Source: Eik fasteignafélag hf.

Eik fasteignafélag hf.: Breytt afkomuspá 2020, frestun aðalfundar og lok endurkaupaáætlunar

Eik fasteignafélag hf. („Eik“ eða „félagið“) hefur vegna áhrifa COVID-19 ákveðið að:

  1. fella úr gildi afkomuspá félagsins fyrir árið 2020,
  2. fresta aðalfundi hluthafa sem fram átti að fara 2. apríl 2020, og
  3. ljúka endurkaupaáætlun félagsins sem tilkynnt var um 10. mars 2020.

Breytingar á afkomuspá fyrir árið 2020

Eik birti afkomuspá fyrir árið 2020 þann 13. febrúar sl. Forsendur spárinnar breytast dag frá degi vegna mikillar óvissu um áhrif COVID-19 á íslenskt efnahagslíf og er það mat félagsins að forsendur spárinnar séu brostnar.

Árið fór vel af stað og var rekstur félagsins fyrstu tvo mánuði ársins lítillega yfir áætlunum. Útlit er fyrir að mars verði nokkuð undir væntingum enda hafa tekjur Hótel 1919 dregist mikið saman. Leitast hefur verið við að draga úr kostnaði hótelsins og kann því að verða lokað tímabundið. Rekstrarkostnaður hótelsins á meðan möguleg lokun varir er áætlaður um 10-12 m.kr. á mánuði.

Fjárhagsstaða félagsins, laust handbært fé og samsetning eignasafns þess gerir félagið vel í stakk búið til að takast á við tímabundnar sveiflur. Félagið mun uppfæra horfur ársins þegar stjórnendur öðlast skýrari sýn á reksturinn. Þá er félagið með góða dreifingu leigutekna en yfir 470 kennitölur greiddu leigu til félagsins á árinu 2019. Gróf skipting leigutekna á árinu 2019 var eftirfarandi: 

Tegund leigutakaHlutfall teknaFjöldi leigutaka
Opinberir aðilar, bankar og skráð fyrirtæki í kauphöll að meðtöldum tengdum félögum34%27
Stór fyrirtæki og tengd félög17%10
Önnur fyrirtæki49%440

Frestun aðalfundar

Stjórn félagsins hefur ákveðið að fresta um óákveðinn tíma aðalfundi félagsins, sem fram átti að fara fimmtudaginn 2. apríl 2020, vegna hertra takmarkana til að sporna við útbreiðslu COVID-19. Boðað verður til fundarins að nýju með auglýsingu síðar.

Lok endurkaupaáætlunar

Stjórn Eikar hefur ákveðið að ljúka endurkaupaáætlun sem sem hrint var í framkvæmd 12. mars 2020, sbr. tilkynningu til kauphallar, dags. 10. mars 2020. Áætlað var að kaupa allt að 75.000.000 hluta og að hámark endurkaupanna yrði kr. 500.000.000.

Samtals voru keyptir 7.500.000 hlutir á grundvelli endurkaupáætlunarinnar, sem samsvarar 10% af þeim eigin hlutum sem að hámarki verða keyptir samkvæmt henni. Kaupverð hinna keyptu hluta nam samtals kr. 46.230.000.

 

Nánari upplýsingar veita:

Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri, gardar@eik.is, s. 590-2200
Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, lydur@eik.is s. 590-2200 / 820 8980