Festi hf.: Frestun á arðgreiðslu vegna rekstarársins 2019


Á aðalfundi Festi hf. sem fór fram mánudaginn 23. mars 2020 var tekin ákvörðun um greiðslu arðs vegna rekstrarársins 2019 sem hér segir:

„Arður verði greiddur til hluthafa að fjárhæð kr. 657.147.826 vegna rekstrarársins 2019 eða kr. 2,0 fyrir hverja eina krónu af nafnverði hlutafjár í félaginu. Síðasti viðskiptadagur þar sem arður fylgir bréfunum er 20. mars 2020 og arðsleysisdagur er því 23. mars 2020. Arðsréttindadagur er 24. mars 2020, sem þýðir að arður greiðist þeim sem skráðir eru í hlutaskrá Festi hf. hjá Nasdaq verðbréfamiðstöðvar í lok dags. 24. mars 2020. Stefnt er að greiðslu arðsins 20. apríl 2020 til hluthafa. Stjórn er veitt heimild til að meta og taka ákvörðun um hvort rétt sé að fresta greiðslu arðsins eða fella hana niður, með hliðsjón af sjóðsstöðu og aðstæðum í rekstri samstæðu félagsins, til allt að 23. september 2020.“

Í samræmi við ákvörðun aðalfundar hefur stjórn Festi tekið ákvörðun um að fresta ákvörðun um greiðslu arðs vegna rekstrarársins 2019.