Hagar hf.: Finnur Oddsson ráðinn forstjóri Haga hf.


Stjórn Haga hf. hefur ráðið Finn Oddsson sem forstjóra félagsins og mun hann hefja störf hjá félaginu í sumar. Finnur hefur fjölbreytta reynslu af rekstri og stjórnunarstörfum í íslensku atvinnulífi en síðustu 7 ár gegndi hann hlutverki forstjóra hjá upplýsingatæknifyrirtækinu Origo hf., sem einnig er skráð í Nasdag Iceland - Kauphöllina.  Finnur lauk doktorsprófi í atferlisfræði frá West Virginia University árið 2000 og AMP frá IESE í Barcelona.  

Erna Gísladóttir, stjórnarformaður
Um allan heim erum við að upplifa nýja tíma í verslun þar sem samfélagslegir þættir og tækniframfarir krefjast frumkvæðis og nýrrar nálgunar í verslun og viðskiptum. Við erum sérlega ánægð að hafa fengið Finn Oddsson til liðs við öflugt teymi hjá Högum og teljum að reynsla hans af stefnumótun og rekstri í tæknigeiranum s.l. ár muni nýtast félaginu vel á þeim áhugaverðu tímum sem framundan eru. Við bjóðum Finn hjartanlega velkomin í Haga fjölskylduna.

Finnur Oddsson, forstjóri
Það er tvennt sem sérstaklega mótar umhverfi smásölu á okkar tímum, annarsvegar hraðar breytingar á hegðun neytenda og hinsvegar tækni.  Hvoru tveggja eru sérstök áhugasvið hjá mér. Það eru þvi forréttindi að fá, í samstarfi við framúrskarandi hóp starfsfólks hjá Högum, að móta starfsemi og framtíð þessa sögufræga forystufyrirtækis i smásölu á Íslandi. Staða Haga er einstaklega góð og það eru spennandi tækifæri framundan. Ég þakka stjórn Haga traustið sem mér er sýnt og hlakka til.