Festi hf.: Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Festi hf. á Íslenskri orkumiðlun


Öllum fyrirvörum vegna kaupa Festi á Íslenskri orkumiðlun hefur nú verið rutt úr vegi eftir að Samkeppniseftirlitið samþykkti kaupin. Mun frágangur viðskiptanna fara fram eins fljótt og auðið er. Vegna kaupanna verður hlutafé Festi hækkað um 3.126.087 krónur og fá seljendur Íslenskrar orkumiðlunar hið nýja hlutafé sem hluta greiðslu fyrir hlutina í Íslenskri orkumiðlun. Eftir hækkunina verður hlutafé Festi 332.700.000 krónur. Munu eigendur hinna nýju hluta gangast undir tímabundið sölubann á hlutunum. Fyrirhugað er að starfsemin verði rekin með starfsemi N1 sem er orkusali Festi samstæðunnar.

Hinrik Örn Bjarnason framkvæmdastjóri N1:

„Kaupin munu styrkja starfsemi N1 við sölu á endurnýjunlegum orkugjöfum og tengdum búnaði en N1 hefur mótað sér stefnu um að styrkja stöðu félagsins á þeim markaði. Við höfum væntingar um að kaupin muni auka hagnað hluthafa og skapa spennandi tækifæri fyrir samstæðuna í heild á næstu misserum.“

Magnús Júlíusson framkvæmdastjóri Íslenskrar orkumiðlunar:

„Þetta eru tímamót í til þess að gera stuttri sögu félagsins og mikil viðurkenning á þeim árangri sem við höfum náð hingað til. Markaðshlutdeild Íslenskrar orkumiðlunar hefur vaxið jafnt og þétt frá stofnun og höfum við væntingar um að samstarf við N1 á sviði orkusölu muni skapi tækifæri til frekari vaxtar auk bættrar þjónustu við viðskiptavini.“