Festi hf.: Hækkun hlutafjár


Stjórn Festi hf. hefur samþykkt að hækka hlutafé félagins með því að gefa út 3.126.086 nýja hluti í Festi hf. í samræmi við heimild sem aðalfundur félagsins veitti stjórn hinn 23. mars 2020. Hluthafar hafa fallið frá forkaupsrétti og verða hlutirnir afhentir Sjávarsýn ehf., 1.011.381 hlutur, Betelgás ehf., 1.011.381 hlutur, Ísfélagi Vestmannaeyja hf., 551.662 hlutur og Kaupfélagi Skagfirðinga svf., 551.662 hlutur, í samræmi við kaupsamning aðila  frá 1. mars 2020 um kaup á öllu hlutafé Íslenskrar orkumiðlunar hf. og samþykkt aðalfundar Festi. Hlutirnir skulu gefnir út rafrænt og skráðir hjá Verðbréfaskráningu Íslands í kjölfar skráningar hjá Fyritækjaskrá. Ónýtt hækkunarheimild til stjórnar frá 23. mars 2020 vegna kaupa á öllum hlutum Íslenskrar orkumiðlunar fellur niður þegar framangreindir hlutir hafa verið gefnir út.

Nánari upplýsingar veita

Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festi, eggert@festi.is
Magnús K. Ingason, fjármálastjóri Festi mki@festi.is