Hagar hf.: Tilkynning vegna viðskiptavaktar Íslandsbanka


Þann 16. mars sl. birtu Hagar tilkynningu frá Íslandsbanka um að bankinn myndi beita heimild í viðskiptavakasamningi sem heimilar þeim að víkja frá skilyrðum samningsins í óviðráðanlegum aðstæðum, er varði verðbil og fjárhæðir meðan slíkt ástand varir.

Íslandsbanki hefur nú tilkynnt Högum að samkvæmt mati bankans sé ekki lengur fyrir hendi þörf á að beita framangreindri heimild og gilda því ákvæði samnings um verðbil og fjárhæðir nú að nýju. 

Nánari upplýsingar veitir Guðrún Eva Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar og samstæðu, í síma 530-5500.