Tilkynning vegna stjórnarkjörs á aðalfundi Haga hf. þann 9. júní


Aðalfundur Haga hf., kt. 670203-2120, verður haldinn þriðjudaginn 9. júní 2020 og hefst hann kl. 09:00 á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2 í Reykjavík.

Síðdegis í dag barst Högum bréf frá Samkeppniseftirlitinu vegna stjórnarkjörs á aðalfundi félagsins. Tilefni bréfsins er framboð Evu Bryndísar Helgadóttur, lögmanns, til stjórnar félagsins. Eva Bryndís hefur nýlega látið af störfum sem stjórnarformaður Olíudreifingar ehf. Samkeppniseftirlitið vildi með bréfi sínu vekja athygli á því að mögulegt kjör Evu Bryndísar í stjórn Haga gæti falið í sér brot á sátt Haga og Samkeppniseftirlitsins frá 11. september 2018 vegna kaupa Haga á Olíuverzlun Íslands. Í 22. gr. sáttarinnar er m.a. mælt fyrir um samkeppnislegt sjálfstæði stjórnar Haga og í 21. gr. um óhæði stjórnarmanna Olíudreifingar gagnvart Högum.

Í ljósi fyrrgreinds bréfs mun stjórn Haga óska eftir því á aðalfundinum að dagskrárlið 8 um kosningu stjórnar félagsins verði frestað og að tilnefningarnefnd verði falið að hefja störf að nýju.

Stjórn Haga hf.