Síminn hf.: Samningur við Arion banka um viðskiptavakt


Síminn hf. hefur gert nýjan samning við Arion banka um viðskiptavakt. Arion Banki mun dag hvern leggja fram kaup- og sölutilboð í hlutabréf félagsins í viðskiptakerfi Kauphallarinnar. Tilgangurinn með viðskiptavaktinni er að efla viðskipti með hlutabréf félagsins á Nasdaq OMX Iceland í því skyni að seljanleiki hlutabréfa félagsins aukist, markaðsvirði skapist og verðmyndun hlutabréfanna verði með skilvirkum og gagnsæjum hætti.

Fjárhæð kaup- og sölutilboða skal vera að lágmarki 2.500.000 bréf að nafnvirði á gengi sem Arion banki ákveður, þó ekki með meira en 3% fráviki frá síðasta viðskiptaverði. Hámarksmunur kaup- og sölutilboða er 1,5%. Eigi Arion banki viðskipti með bréf félagsins fyrir 80 m.kr. að markaðsvirði eða meira í sjálfvirkri pörun innan dags, sem fer um veltubók Arion banka, falla niður skyldur um hámarksmun kaup- og sölutilboða innan þess dags. Ef verðbreyting innan viðskiptadags er umfram 10,0% er Arion banka heimilt að auka hámarksverðbil í 4,0%.

Samningurinn gildir frá og með 30. júní 2020 og er ótímabundinn en samningsaðilum er heimilt að segja honum upp með 14 daga fyrirvara.

Nánari upplýsingar veitir Orri Hauksson, forstjóri, orri@siminn.is.