Þann 20. febrúar 2013 gaf fjárfestasjóðurinn KLS, kt 700113-9810, út skuldabréf að fjárhæð kr. 5.700.000.000,-. Skuldabréfið er skráð í OMX Kauphöll Íslands undir auðkenninu KLS 13 1.

Boðað er til fundar eigenda skuldabréfaflokksins þann 8. júlí kl 10:00 að Borgartúni 19, 105 Reykjavík.

Á fundinum verður óskað eftir afstöðu eigenda skuldabréfaflokksins til þess að sjóðurinn falli frá veðsetningu eigna og fjárhagsskilmála eins og tilgreint er í útgáfulýsingu KLS 13 1. Sú tillega er gerð að um veðréttindi og fjárhagsskilmála fari skv. „almenna tryggingafyrirkomulaginu“ eins og það er skilgreint í grunnlýsingu Regins til útgáfu skuldaskjala, dags. 31. mars 2020. Á móti verður sú breyting gerð að bréfin verða ekki uppgreiðanleg fyrr en 20. ágúst 2021 sem er 6 mánuðum síðar en fyrsti mögulegi uppgreiðsludagur.

Í skilmálum skuldabréfaflokksins KLS 13 1 kemur fram að til að samþykkja skilmálabreytingu á skuldabréfaflokknum þarf útgefandi samþykki 90% eigenda útgefinna skuldabréfa flokksins m.v. fjárhæð.

Frekari upplýsingar, gögn og umboð vegna fundarins, má nálgast hjá Önnu Kristjánsdóttur (anna.kristjansdottir@stefnir.is) forstöðumanni skuldabréfa hjá Stefni hf.