Hagar hf.: Skrá lækkun hlutafjár

Kópavogur, ICELAND


Á aðalfundi Haga hf. þann 9. júní sl. var samþykkt að lækka hlutafé félagsins til ógildingar á eigin hlutum að nafnverði kr. 32.709.273. Lækkunin er nú komin til framkvæmda og lækkar hlutafé Haga úr kr. 1.213.333.841 að nafnverði í kr. 1.180.624.568 að nafnverði. Hlutafé félagsins skiptist í jafn marga hluti að nafnverði 1 króna hver og fylgir eitt atkvæði hverjum hlut í félaginu.

Nánari upplýsingar veitir Guðrún Eva Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar og samstæðu Haga, í síma 530-5503 eða geg@hagar.is