Hagar hf.: Breyting á hlutafé í Högum hf.

Kópavogur, ICELAND


Í samræmi við 84. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, um breytingu á hlutafé eða atkvæðisrétti útgefanda, tilkynnist hér með að heildarfjöldi hluta í Högum er í dag, 31. júlí 2020, kr. 1.180.624.568 að nafnverði og fylgir eitt atkvæði hverjum hlut í félaginu. Félagið á enga eigin hluti. Vísað er til tilkynningar um skráða lækkun hlutafjár þann 3. júlí 2020.

Nánari upplýsingar veitir Guðrún Eva Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar og samstæðu Haga, í síma 530-5503 eða geg@hagar.is