Source: Reitir fasteignafélag hf.

Rekstrarhagnaður Reita 3.647 m.kr. á fyrri hluta árs 2020

Stjórn Reita fasteignafélags hf. hefur samþykkt árshlutareikning fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2020. Helstu lykiltölur reikningsins eru:

Lykiltölur rekstrar  
 6M 20206M 2019
Tekjur5.4415.805
Rekstrarkostnaður fjárfestingareigna-1.476-1.609
Stjórnunarkostnaður-318-328
Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu3.6473.868
Matsbreyting fjárfestingareigna-2.1151.799
Rekstrarhagnaður1.5325.667
Hrein fjármagnsgjöld-2.896-3.056
Tap / hagnaður-1.2231.926
Tap / hagnaður á hlut-1,85 kr.2,79 kr.
NOI hlutfall59,9%63,2%
Stjórnunarkostnaðarhlutfall5,2%5,4%
   
Lykiltölur efnahags  
 30.6.202031.12.2019
Fjárfestingareignir145.206149.106
Handbært og bundið fé3.3291.224
Heildareignir151.011151.640
Eigið fé44.56547.644
Vaxtaberandi skuldir87.78585.297
Eiginfjárhlutfall29,5%31,4%
Skuldsetningarhlutfall62,7%59,4%
   
Lykiltölur um fasteignasafn  
 6M 20206M 2019
Nýtingarhlutfall (tekjuvegið)94,5%94,8%


Fjárhæðir eru í milljónum króna nema annað sé tekið fram.
Hlutföll í rekstarreikningi reiknuð sem hlutfall af heildartekjum.

Guðjón Auðunsson, forstjóri:

„Áhrifa af Covid-19 gætir í rekstri Reita fyrstu sex mánuði ársins og er líklegt að svo verði áfram um hríð. Áhrifin eru takmörkuð hvað skrifstofu- og iðnaðarhúsnæði varðar en áhrifin urðu augljós fyrir ferðaþjónustuna og verslunarrekstur að hluta, þegar faraldurinn náði fótfestu hér á landi í mars sl. og samkomutakmarkanir voru settar á.

Verslunarrekstur náði sér vel á strik  eftir að samkomutakmörkunum var létt í byrjun maí og hefur umfang verslunar í júní til ágúst, t.d. í Kringlunni, verið langt umfram sama tímabil síðasta árs. Hins vegar ríkir enn mikil óvissa varðandi ferðaþjónustuna og þar eru áhrifin mest á rekstur Reita.

Í uppgjöri annars ársfjórðungs áætlar félagið að tekjutap félagsins vegna Covid-19 á fjórðungnum sé rúmar 300 m.kr. Miðað við stöðuna nú munu áhrif faraldursins vara áfram og mun félagið að óbreyttu láta þau áhrif koma fram að fullu í uppgjörum félagsins á þeim tímabilum sem undir kunna að verða.

Þessi faraldur mun hins vegar ganga yfir og við munum ná tökum á honum. Þetta er spurning um að þreyja þorrann. Það er því mat okkar að áhugaverð tækifæri í fjárfestingum myndist á næstu mánuðum og misserum og að rétt sé að búa félagið undir að nýta þau tækifæri. Ég fagna því þeirri ákvörðun stjórnar félagsins að boða til hluthafafundar í september og óska þar eftir heimild til hlutafjáraukningar í félaginu á næstu vikum eða mánuðum. Við viljum vera tilbúin þegar tækifærin gefast.“

Arðgreiðsla

Aðalfundur Reita í mars 2020 samþykkti að greiða ætti hluthöfum félagsins arð að fjárhæð 1,65 krónur á hlut. Vegna þeirrar óvissu sem var uppi á fyrri hluta ársins frestaði stjórn Reita útgreiðslu arðsins þann 17. mars til ótilgreinds tíma. Stjórn félagsins hefur nú tekið þá ákvörðun að greiða arðinn út innan lögformlegs tímafrests enda meta lögfræðiráðgjafar félagsins ekki annað tækt. Arður að fjárhæð 1,65 krónur á hlut verður greiddur 9. september næstkomandi til hluthafa sem rétt áttu til arðgreiðslu á arðsréttindadegi þann 13. mars 2020

Frekari upplýsingar og kynningarfundur

Reitir bjóða fjárfestum og markaðsaðilum á rafrænan kynningarfund þar sem Guðjón Auðunsson, forstjóri, og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, munu kynna uppgjörið. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 25. ágúst kl. 8:30.
Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn, eftir skráningu fá þátttakendur staðfestingarpóst með nánari upplýsingum. Hægt verður að bera upp spurningar á fundinum með skriflegum hætti.

Skráning á kynningarfundinn: https://origo.zoom.us/webinar/register/WN_z2O_FOZdQxuWzVK26R-i4A

Kynningarefni fundarins er aðgengilegt á fjárfestasíðu Reita, www.reitir.is/fjarfestar.
Nánari upplýsingar veita Guðjón Auðunsson, forstjóri, í síma 575 9000 eða 660 3320, og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, í síma 575 9000 eða 669 4416.

Um Reiti
Reitir fasteignafélag hf. er íslenskt hlutafélag. Samstæða félagsins samanstendur af móðurfélaginu, Reitum fasteignafélagi hf., ásamt dótturfélögum, sem öll eru að fullu í eigu móðurfélagsins. Starfsemi félagsins felst í eignarhaldi, útleigu og umsýslu atvinnuhúsnæðis sem er að stærstum hluta verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Fasteignir í eigu félagsins eru um 135 talsins, um 440 þúsund fermetrar að stærð. Meðal fasteigna félagsins má nefna stærstan hluta verslunarmiðstöðvarinnar Kringlunnar, Spöngina og Holtagarða, skrifstofubyggingar við Höfðabakka 9 og Vínlandsleið ásamt húsnæði höfuðstöðva Sjóvár, Origo og Advania og skrifstofu Landspítalans við Skaftahlið 24. Hótelbyggingar í eigu Reita eru m.a.  Hótel Borg og Hotel Hilton Reykjavík Nordica ásamt Icelandair Hotel Reykjavík Natura. Stærstu leigutakar Reita eru Hagar, Flugleiðahótel, ríki og sveitarfélög.

Viðhengi