Arion banki undirritar samning um viðskiptakt á sértryggðum skuldabréfum við Íslandsbanka, Kviku og Landsbankann.


Arion banki hf. hefur undirritað samninga við Íslandsbanka, Kviku og Landsbankann um viðskiptavakt á sértryggðum skuldabréfum útgefnum af Arion banka á Nasdaq Iceland hf..

Tilgangur samninganna er að efla viðskipti með þau skuldabréf sem samningarnir taka til í því skyni að eðlilegt markaðsverð skapist á skuldabréfunum og verðmyndun verði með skilvirkum og gagnsæjum hætti.

Viðskiptavakar munu daglega setja fram kaup- og sölutilboð í skuldabréfin. Lágmarksfjárhæð að nafnvirði skuldabréfa skal vera 80 m. kr. Skuldabréfaflokkarnir ARION CBI 29 og ARION CBI 48 eru undanskildir framangreindum skilyrðum og skal lágmarksfjárhæð tilboða í ARION CBI 29 vera 40 milljón kr. og skal lágmarksfjárhæð tilboða í ARION CBI 48 vera 20 milljón kr.

Viðskiptavaka ber þó ekki að setja fram kaup- og sölutilboð í nýjan flokk skuldabréfa fyrr en flokkurinn hefur náð 3 ma kr. að stærð og skal lágmarksfjárhæð tilboða þá vera 20 m. kr. þar til flokkurinn hefur náð 5 ma kr. að stærð en þá skal lágmarksfjárhæð tilboða hækka í 60 m. kr. þar til flokkurinn hefur náð 10 ma kr. en þá skal lágmarksfjárhæð tilboða verða 80 m. kr.

Hámarksmunur kaup- og sölutilboða fer eftir árafjölda til lokagjalddaga á hverjum tíma sbr. neðangreinda töflu.

Árafjöldi til lokagjalddagaHámarksverðbil
0-6 mánEkki skilgreint hámarksverðbil
6 mán – 2 ár0,20%
2-4 ár0,30%
4-6 ár0,35%
6-9 ár0,60%
9-12 ár0,70%
12-18 ár1,00%
18 ár eða lengra1,15%

Undanskildir frá ákvæðum um hámarksmun milli kaup og sölutilboða sbr. ofangreinda töflu eru verðtryggðir flokkar þar sem árafjöldi til lokagjalddaga er minni en 5 ár. Flokkarnir  ARION CBI 21 og ARION CBI 25 falla þar undir. Viðskiptavakar skulu eftir sem áður setja inn kaup- og sölutilboð en ekki er skilgreindur hámarksmunur milli kaup og sölutilboða.

Arion banki greiðir viðskiptavökum þóknun og mun veita viðskiptavökum aðgang að verðbréfalánum. Hámarkslán í hverjum flokki sértryggðra skuldabréfa er 320 m.kr. að nafnverði fyrir markflokka en 80 m.kr. að nafnvirði fyrir aðra flokka.

Vinsamlegast beinið fyrirspurnum til Eiríks Magnúsar Jenssonar, forstöðumanns fjárstýringar Arion banka, eirikur.jensson@arionbanki.is, s. 856 6105