Hagar hf.: Tilkynning vegna afkomu 2. ársfjórðungs 2020/21

Kópavogur, ICELAND


Þann 29. október nk. munu Hagar hf. birta uppgjör fyrstu sex mánaða rekstrarársins 2020/21. Nú liggja fyrir fyrstu drög að uppgjöri og stefnir í að afkoma samstæðunnar á öðrum ársfjórðungi verði heldur betri en afkoma á sama fjórðungi á fyrra ári.

Samkvæmt drögum að uppgjöri má gera ráð fyrir að rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) á öðrum ársfjórðungi verði á bilinu 2.850 til 3.000 milljónir króna, samanborið við 2.489 milljónir króna á síðasta rekstrarári.

Miðað við ofangreint gerir mat stjórnenda ráð fyrir því að rekstrarhagnaður fyrir afskriftir samstæðunnar (EBITDA) á fyrri árshelmingi, þ.e. tímabilið 1. mars til 31. ágúst 2020, verði á bilinu 4.150 til 4.300 milljónir króna, samanborið við 4.523 milljónir króna á fyrra rekstrarári.

Nánari upplýsingar veitir Finnur Oddsson, forstjóri Haga hf.