Hagar hf.: Breyting á dagsetningu birtingar þriðja ársfjórðungs 2020/21

Kópavogur, ICELAND


Hagar hf. munu birta uppgjör þriðja ársfjórðungs þann 14. janúar 2021 en í tilkynningu um fjárhagsdagatal ársins 2020/21 var áætlað að birting þriðja ársfjórðungs færi fram þann 21. janúar 2021.

Fjárhagsdagatal sem eftir lifir rekstrarárs 2020/21 er því sem hér segir:

  • 3F (1. mars - 30. nóvember): 14. janúar 2021
  • 4F (1. mars - 28. febrúar): 19. maí 2021
  • Aðalfundur 2021: 10. júní 2021

Birting árs- og árshlutauppgjöra á sér stað eftir lokun markaða hverju sinni.