Hagar hf.: Breyting á dagsetningu birtingar ársuppgjörs 2020/21

Kópavogur, ICELAND


Hagar hf. munu birta ársuppgjör sitt þann 10. maí 2021 en í tilkynningu um fjárhagsdagatal ársins 2020/21 var áætlað að birting ársuppgjörs færi fram þann 19. maí 2021.

Þá hefur dagsetningu aðalfundar 2021 einnig verið breytt og verður hann haldinn 3. júní 2021 en var áður áætlaður þann 10. júní 2021.

Fjárhagsdagatal Haga sem eftir lifir rekstrarárs 2020/21 er því sem hér segir:

  • 3F (1. mars – 30. nóvember): 14. janúar 2021
  • 4F (1. mars – 28. febrúar): 10. maí 2021
  • Aðalfundur 2021: 3. júní 2021

Birting uppgjöra á sér stað eftir lokun markaða hverju sinni.