Source: Reitir fasteignafélag hf.

REITIR: Rekstrarhagnaður 6.751 m.kr. á árinu 2020

Stjórn Reita fasteignafélags hf. hefur samþykkt ársuppgjör samstæðunnar fyrir árið 2020. Helstu lykiltölur reikningsins eru:

Lykiltölur rekstrar

 20202019
Tekjur10.68511.723
Rekstrarkostnaður fjárfestingareigna-3.304-3.416
Stjórnunarkostnaður-630-635
Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu6.7517.672
Matsbreyting fjárfestingareigna2.2412.349
Rekstrarhagnaður8.99210.021
Hrein fjármagnsgjöld-6.173-5.582
Heildarhagnaður1.9513.324
Hagnaður á hlut2,90 kr.4,80 kr.
NOI hlutfall55,1%62,0%
Stjórnunarkostnaðarhlutfall5,1%5,1%
Nýtingarhlutfall (tekjuvegið)94,8%94,8%

Lykiltölur efnahags

 31.12.202031.12.2019
Fjárfestingareignir152.606148.883
Handbært og bundið fé2.0881.224
Heildareignir156.491151.640
Eigið fé52.82847.644
Vaxtaberandi skuldir84.87885.297
Eiginfjárhlutfall33,8%31,4%
Skuldsetningarhlutfall57,6%59,5%

Fjárhæðir eru í milljónum króna nema annað sé tekið fram.
Hlutföll í rekstarreikningi reiknuð sem hlutfall af heildartekjum.

Guðjón Auðunsson, forstjóri:

Grunnrekstur Reita er sem áður stöðugur, góður gangur var í útleigu á árinu 2020 og nýting ágæt. Efnahagsleg áhrif heimsfaraldurs kórónuveirunnar setja þó svip sinn á rekstrarniðurstöðu ársins. Leiðrétt fyrir áhrifum Covid-19 væri rekstrarhagnaður sambærilegur við árin 2018 og 2019.

Heimsfaraldurinn snerti ólíka kima atvinnulífsins með mismunandi hætti og jókst t.d. sala í Kringlunni milli ára og greiðslugeta yfirgnæfandi meirihluta leigutaka hélst óskert. Reitir hafa komið til móts við leigutaka sem glímdu hvað mest við afleiðingar faraldursins og hefur samstarf um úrvinnslu verið gott.

Vinna við þróunarverkefni hélt áfram enda líta Reitir svo á að verkefnin gegni mikilvægu hlutverki í verðmætasköpun næstu ára. Skipulagsvinnu á Orkureit og á uppbyggingarsvæði Reita í landi Blikastaða í Mosfellsbæ er að mestu lokið og verkefnin eru bæði í samráðsferli.

Á Kringlusvæðinu er fyrirhugað að þróa öflugan borgarkjarna með alls um 1.000 íbúðum á um 13 hektara svæði. Yfirstandandi uppfærsla á aðalskipulagi Reykjavíkur er forsenda þeirra áforma. Á árinu 2020 var unnið að deiliskipulagningu fyrsta áfanga svæðisins, um 350-400 íbúðum, og er skipulagið nú í lögbundnu samráðsferli.

Í árslok keyptu Reitir Nauthólsveg 50, tæplega 6.500 fermetra skrifstofuhúsnæði sem hýst hefur starfsemi Icelandair Group og dótturfélaga og mun gera áfram um sinn. Reitir áforma að taka upp samtal við Reykjavíkurborg um skipulagsmál svæðisins á næstu vikum. Gengið hefur verið frá sölu á þróunarverkefninu við Hafnarbraut 17-19 í Kópavogi. Þar er heimild til uppbyggingar á tæpum 50 íbúðum. Fleiri fasteignir voru seldar á árinu, t.d. Austursíða 2 á Akureyri, hlutur Reita í Eiðistorgi á Seltjarnarnesi og Furuvellir 17 á Akureyri.

Efnahagur félagsins er sterkur í árslok. Lánaþekja er 58% eftir hlutafjáraukningu í október og verðmat eigna hóflegt. Stór skref voru stigin í fjármögnun Reita á árinu en félagið gaf út skuldabréf og tók bankalán fyrir um 17 milljarða til endurgreiðslu á skuldum og meðalkjör verðtryggðra skulda lækkuðu um rúma 40 punkta á árinu.

Í ársskýrslu Reita, sem finna má á www.reitir.is/2020, má finna ítarupplýsingar um eignasafn félagsins og rekstur á árinu.

Arðgreiðsla

Stjórn leggur til við aðalfund að greddur verði arður að fjárhæð 1 kr. á hlut í arð vegna ársins 2020, eða 778 m.kr.

Horfur ársins 2021

Horfur ársins hafa verið uppfærðar og áætlað er að tekjur ársins 2021 verði 11.350 - 11.550 millj. kr. og að rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu verði 7.250 - 7.450 millj. kr.

Í áætlun ársins er gert ráð fyrir að áhrif Covid-19 heimsfaraldursins verði um 750 m.kr. á árinu, verðlagsbreyting milli ára verði 3,2% og að nýting verði sambærileg við fyrra ár.

Frekari upplýsingar og kynningarfundur

Reitir bjóða fjárfestum og markaðsaðilum á rafrænan kynningarfund þar sem Guðjón Auðunsson, forstjóri, og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, munu kynna uppgjörið. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 16. febrúar kl. 8:30.

Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn, eftir skráningu fá þátttakendur staðfestingarpóst með nánari upplýsingum. Hægt verður að bera upp spurningar á fundinum með skriflegum hætti.

Skráning á kynningarfundinn: https://us02web.zoom.us/webinar/register/5716052657619/WN_urH6ukXmRQSdaNBNeGDuHw Kynningarefni fundarins er aðgengilegt á fjárfestasíðu Reita, http://www.reitir.is/fjarfestar.

Nánari upplýsingar veita Guðjón Auðunsson, forstjóri, í síma 575 9000 eða 660 3320, og Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, í síma 575 9000 eða 669 4416.

Um Reiti

Reitir fasteignafélag hf. er íslenskt hlutafélag. Samstæða félagsins samanstendur af móðurfélaginu, Reitum fasteignafélagi hf., ásamt dótturfélögum, sem öll eru að fullu í eigu móðurfélagsins. Starfsemi félagsins felst í eignarhaldi, útleigu og umsýslu atvinnuhúsnæðis sem er að stærstum hluta verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Fasteignir í eigu félagsins eru um 135 talsins, um 445 þúsund fermetrar að stærð. Meðal fasteigna félagsins má nefna stærstan hluta verslunarmiðstöðvarinnar Kringlunnar, Spöngina og Holtagarða, skrifstofubyggingar við Höfðabakka 9 og Vínlandsleið ásamt húsnæði höfuðstöðva Icelandair Group, Sjóvár, Origo og Advania og skrifstofu Landspítalans við Skaftahlið 24. Hótelbyggingar í eigu Reita eru m.a. Hótel Borg og Hotel Hilton Reykjavík Nordica ásamt Icelandair Hotel Reykjavík Natura. Stærstu leigutakar Reita eru Hagar, Flugleiðahótel, ríki og sveitarfélög.

Viðhengi