Fréttatilkynning frá Eimskip


Vísað er til fréttatilkynningar frá 8. apríl sl. varðandi niðurstöðu héraðsdóms, sbr. skýringu 26 í ársreikningi félagsins fyrir árið 2020.

Í dag var tekin ákvörðun um að áfrýja niðurstöðu héraðsdóms til Landsréttar. Eimskip sem rekstraraðili kaupskipa í alþjóðlegri samkeppni er ósammála niðurstöðu héraðsdóms og telur því rétt að vísa málinu til næsta dómstigs til úrlausnar.

Nánari upplýsingar veitir Edda Rut Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs- og samskiptasviðs í síma 825-3399 eða á investors@eimskip.is


Recommended Reading